Erlent

Konur kaupa viljandi of lítil föt

Óli Tynes skrifar
Ah...þrjú kíló í viðbót.
Ah...þrjú kíló í viðbót.
Yfir helmingur 4000 breskra kvenna sem talað var við vegna nýlegrar könnunar viðurkenndi að hafa keypt á sig of lítil föt. Hugsunin er: „Þegar ég er búin að missa fimm kíló smellpassa þessar buksur á mig."

Tískufrömuðurinn Uffe Buchard segir þetta klassiskt dæmi umhvað konur séu óraunsæjar á mörgum sviðum. Þær haldi að þröngu fötin muni virka hvetjandi á megrun þeirra. Og þegar kaupunum sé lokið setjist þær niður á veitingapallinum og fái sér rjómatertusneið.

Einn af stjórnendum könnunarinnar var Therese Coleman. Hún er ráðgjafi hjá breska heilsuátakinu Wholegrain Goodness. Coleman segir konur gera best í að spara sér þessi útgjöld. „Við fyrstu sýn virðist það ágæt hugmynd að eiga snotrar buxur eða blússu sem maður getur kannski einhverntíma passað í. Í raun er bara verið að kasta peningum á glæ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×