Erlent

Nasistabúningur kom frambjóðanda í bobba

Repúblikani sem er í framboði til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings er í bobba eftir að myndir birtust af honum í Nasistabúningi. Rich Lott er í framboði í Ohio en líkur á því að hann nái kjöri í nóvember eru taldar hafa minnkað stórlega eftir að myndirnar birtust.

Skýringar Lott eru þær að hann er meðlimur í félagi sem leikur fræga bardaga úr styrjöldum fyrri tíma upp á nýtt. Hann hefur meðal annars leikið bardaga sem SS sveitir Hitlers tóku þátt en hann fullyrðir að áhugi hans á SS sveitunum og Nasisma sé aðeins sagnfræðilegur.







Rich Lott með stuðningsmönnum sínum.
Máli sínu til staðfestingar birti Lott fleiri myndir, þar sem hann er í gerfi hermanns úr 1. heimsstyrjöldinni og ofursta í Þrælastríðinu. Málið þykir engu að síður hið vandræðalegasta fyrir Lott, sem hingað til naut stuðnings Teboðshreyfingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×