Erlent

Rándýrt málverk eftir Michelangelo uppgötvað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Málverkið þykir einstakt
Málverkið þykir einstakt
Talið er að búið sé að uppgötva eitt af merkilegustu málverkum listamannsins Michelangelos. Það er talið vera 190 milljóna sterlingspunda virði og einn merkasti listafundur aldarinnar, segir sérfræðingur í samtali við breska blaðið Daily Telegraph. Verðmæti listaverksins gæti jafngilt 33 milljörðum íslenskra króna.

Listaverkið er mynd af Jesú og Maríu mey. Það er ekki fullklárað. Verkið hefur verið í eigu fjölskyldu sem býr í borginni Buffalo í New York fylki. Fjölskyldan kallaði málverkið alltaf Mike af því að talið var að Michelangelo hafði málað það. Það hékk lengst af uppi á vegg hjá fjölskyldunni en fyrir 27 árum síðan hafði það orðið fyrir tennisbolta og dottið af veggnum. Eftir það var málverkið geymt á bakvið sófa.

Árið 2003 ákvað heimilisfaðirinn að láta ganga úr skugga um uppruna málverksins. Daily Telegraph segir að sérfræðingur sem að fjölskyldufaðirinn talaði við telji að málverkið sé einstakt. Líklegast sé það frá árinu 1545.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×