Titilmöguleikar McLaren fara minnkandi 11. október 2010 14:51 Lewis Hamilton fékk far í forláta farkosti þegar ökumenn voru kynntir fyrir kappaksturinn í Japan í gær. Mynd: Getty Images Möguleikar McLaren ökumanna í Formúlu 1 á því að vinna meistaratitilinn í minnkuðu talsvert þegar keppinautar þeirra röðuðu sér í þrjú efstu sætin í kappakstrinum í Japan á sunnudag. Lewis Hamilton er í fjórða sæti í stigamótinu og Jenson Button í því fimmta. Þá er McLaren liðið í öðru sæti í stigamóti bílasmiða á eftir Red Bull sem vann tvöfaldan sigur á sunnudag. Red Bull er með 426 stig, en Mercedes 381 í keppni bílasmiða. Mark Webber er efstur í stigamóti ökumanna með 220 stig, en Fernando Alonso og Sebastian Vettel eru með 206, en Hamilton er með 192 og Jenson Button 189. Martin Whitmarsh var spurður að því á autosport.com hvort McLaren væri að missa af lestinni hvað titlanna varðar. "Við verjum ekki tíma okkar í að hafa áhyggjur, heldur verjum við tíma okkar í að gera eitthvað í málunum. Við verðum að fullvissa okkur um að bíllinn sé traustur, verði betri og stefnum á að gera okkar besta í næstu mótum." Hamilton gekk ekki sérlega vel þessa mótshelgina. Hann klessti bíl sinn á föstudagsæfingum og gat því lítið prófað bílinn. Síðan fékk hann 5 sæta refsingu eftir tímatökuna, þar sem skipta þurfti um gírkassa í bíl hans. En gæfan var ekki með honum því þriðji gírinn bilaði í nýja gírkassanum í keppninni, en hann komst samt í endamark í fimmta sæti. Whitmarsh sagði að þrátt fyrir að eitthvað hefði bilað í gírkassa á ný, þá myndi Hamilton ekki fá refsingu fyrir næsta mót, ef skipta þarf um gírkassa. "Við munum leggja allt í sölurnar í þremur síðustu mótunum. Við hættum ekki fyrr en möguleikarnir eru ekki lengur til staðar", sagði Whitmarsh. Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Möguleikar McLaren ökumanna í Formúlu 1 á því að vinna meistaratitilinn í minnkuðu talsvert þegar keppinautar þeirra röðuðu sér í þrjú efstu sætin í kappakstrinum í Japan á sunnudag. Lewis Hamilton er í fjórða sæti í stigamótinu og Jenson Button í því fimmta. Þá er McLaren liðið í öðru sæti í stigamóti bílasmiða á eftir Red Bull sem vann tvöfaldan sigur á sunnudag. Red Bull er með 426 stig, en Mercedes 381 í keppni bílasmiða. Mark Webber er efstur í stigamóti ökumanna með 220 stig, en Fernando Alonso og Sebastian Vettel eru með 206, en Hamilton er með 192 og Jenson Button 189. Martin Whitmarsh var spurður að því á autosport.com hvort McLaren væri að missa af lestinni hvað titlanna varðar. "Við verjum ekki tíma okkar í að hafa áhyggjur, heldur verjum við tíma okkar í að gera eitthvað í málunum. Við verðum að fullvissa okkur um að bíllinn sé traustur, verði betri og stefnum á að gera okkar besta í næstu mótum." Hamilton gekk ekki sérlega vel þessa mótshelgina. Hann klessti bíl sinn á föstudagsæfingum og gat því lítið prófað bílinn. Síðan fékk hann 5 sæta refsingu eftir tímatökuna, þar sem skipta þurfti um gírkassa í bíl hans. En gæfan var ekki með honum því þriðji gírinn bilaði í nýja gírkassanum í keppninni, en hann komst samt í endamark í fimmta sæti. Whitmarsh sagði að þrátt fyrir að eitthvað hefði bilað í gírkassa á ný, þá myndi Hamilton ekki fá refsingu fyrir næsta mót, ef skipta þarf um gírkassa. "Við munum leggja allt í sölurnar í þremur síðustu mótunum. Við hættum ekki fyrr en möguleikarnir eru ekki lengur til staðar", sagði Whitmarsh.
Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti