Erlent

Björgunarhylki í Chile smíðað við hliðina á V/S Þór

Björgunarhylkið er úr stáli, 2,5 metrar að hæð og 250 kg. að þyngd. Það er með fjarskiptasamband við námuna og yfirborðssvæðið.
Björgunarhylkið er úr stáli, 2,5 metrar að hæð og 250 kg. að þyngd. Það er með fjarskiptasamband við námuna og yfirborðssvæðið.
Björgunarhylki sem notað verður við björgun námamannanna 33 í Chile næstkomandi miðvikudag er smíðað í ASMAR, skipasmíðastöð sjóhersins í Chile, að sögn Landhelgisgæslunnar. Þar hefur Þór, varðskip Landhelgisgæslunnar verið í smíðum sl. þrjú ár eða frá 16. október 2007. Áætlað er að afhenda varðskipið þann 31. ágúst 2011.

Björgunarmenn í Chile vinna nú að því að fóðra göngin. Svo verður björgunarhylkið sett upp og í framhaldinu gengið úr skugga um að göngin séu orðin örugg. Vonir standa til að mennirnir verði hífðir upp á miðvikudag. Talið er að um 90 mínútur taki að hífa hvern mann og gæti því aðgerðin tekið tvo sólarhringa.

Björgunarhylkið er úr stáli, 2,5 metrar að hæð og 250 kg. að þyngd. Það er með fjarskiptasamband við námuna og yfirborðssvæðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×