Erlent

Ísraelar bjóða áframhaldandi frystingu

Óli Tynes skrifar
Ísraelsk landnemabyggð á Vesturbakkanum.
Ísraelsk landnemabyggð á Vesturbakkanum.

Ísraelar hafa boðist til þess að framlengja frystingu á landnemabyggðum á Vesturbakkanum ef heimastjórn palestínumanna fellst á að viðurkenna Ísrael sem þjóðríki gyðinga.

Talsmaður palestínumanna hefur þegar hafnað þessu boði. Þetta eykur enn hættuna á því að nýhafnar friðarviðræður fari enn einusinni út um þúfur.

Palestínumenn setja það sem skilyrði fyrir að halda áfram viðræðum að allar framkvæmdir verði stöðvaðar. Auk þess vilja þeir fá austurhluta Jerúsalem fyrir höfuðborg sína og að palestinskum flóttamönnum verði leyft að snúa aftur til Ísraels.

Ísraelar vilja að flóttamennirnir fái að snúa aftur til nýs ríkis palestínumanna. Þeir segja að flóttamenn og afkomendur þeirra skipti milljónum og það væri lýðfræðilegt sjálfsmorð að hleypa þeim öllum inn í Ísrael.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×