Erlent

Fundu áður óþekktan ættflokk í Indónesíu

Ný íbúatalning í Indónesíu hefur leitt til þess að enn einn áður óþekktur ættflokkur hefur fundist í frumskógum landsins.

Ættflokkur þessi lifir upp í trjám á fenjasvæði á mjög afskekktum stað í héraðinu Papua. Um er að ræða fólk sem lifir af veiðum og söfnun ætilegra jurta. Fólkið gengur um nakið fyrir utan bananalaufblöð sem hylja kynfæri þess. Ættflokkur þessi hefur hlotið nafnið Koroway en hann telur um 3000 manns.

Fjallað er um málið í Ekstra Bladet en þar er haft eftir Suntono forstjóra þjóðskrárinnar í Indónesíu að Koroway fólkið byggir híbýli sín upp í trjám og lifir nákvæmlega á sama hátt og það gerði á steinaldartímanum.

Stjórnvöld á Indónesíu höfðu áður haft fregnir af þessu fólki í gegnum frásagnir trúboða í Papua en það tók fulltrúa frá stjórnvöldum tvær vikur að finna þennan ættflokk eftir að leit hófst að honum.

Ekki gengur vel að eiga samskipti við Koroway fólkið því svipað og hjá hinum 2.500 ættflokkunum sem finnast í landinu talar þetta fólk sitt eigið tungumál.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×