Erlent

Bæta samband milli ríkjanna

Mynd/AP

Bandaríkjamenn og Rússar ætla að styrkja efnahagsleg tengsl og auka samvinnu í baráttunni gegn hryðjuverkum. Þetta sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti að loknum fundi með Dmitry Medvedev Rússlandsforseta í gær.

Forsetarnir funduðu í um sjö klukkustundir í Washington í gær. Þeir tilkynntu að þeim hefði tekist að „endurræsa" samskiptin milli ríkjanna. Þá gaf Obama það út að Rússar ættu að vera hluti af Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Rússar hafa lengi viljað gerast aðilar að stofnuninni. - þeb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×