Erlent

Veruleg óánægja með skattinn

Óli Tynes skrifar
Reyk leggur upp af stjórnsýsluhúsinu.
Reyk leggur upp af stjórnsýsluhúsinu.

Talið er að óánægja með skattamál hafi leitt til þess að bandarískur maður flaug eins hreyfils flugvél sinni á stjórnsýslubyggingu í Austin í Texas í gær.

Í því húsi var meðal annars skattstofa fylkisins. Tvennt slasaðist og flugmaðurinn Joseph Stack lét lífið.

Talið er að Stack hafi kveikt í húsi sínu áður en hann flaug á stjórnsýslubygginguna.

Í bréfi sem hann setti á netið áður en hann lagði af stað sagði meðal annars; -Jæja herra stóribróðir skattmann, við skulum prófa eitthvað nýtt. Taktu pund af holdi mínu og sofðu vel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×