Hljómsveitin Þeyr kemur saman í Norræna húsinu 24. júlí 2010 11:00 Guðlaugur Kristinn Óttarsson og félagar í rokkgoðsogninni Þeyr hyggja á endurkomu í ágúst. Trommarinn Sigtryggur Baldursson getur ekki verið með félögum sínum í Norræna húsinu vegna anna. fréttablaðið/GVa „Þetta verður svolítið hátíðlegt. Þetta verður ekki svona rokk og ról eins og Rúdólf eða Killer Boogie,“ segir Guðlaugur Kristinn Óttarsson, gítarleikari hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Þeys. Þeyr kemur fram á 100 ára afmæli íslensku hljómplötunnar í Norræna húsinu 23. ágúst næstkomandi. Hljómsveitin hætti árið 1983 eftir stuttan, en farsælan feril sem hófst, að sögn Guðlaugs, fyrir alvöru þegar hin eiginlega Þeyr varð til í janúar 1981. „Þetta verður táknrænn gjörningur,“ segir Guðlaugur. „Sigtryggur [Baldursson, trommari] verður ekki með, ég veit ekki með Þorstein. Hann er búinn að vera neðanjarðar í 25 ár.“ Guðlaugur segir að hann, Hilmar Örn Agnarsson bassaleikari og söngvarinn Magnús Guðmundsson verði fulltrúar hljómsveitarinnar ásamt allsherjargoðanum Hilmari Erni Hilmarssyni. „Svo verðum við með unga tónlistarmenn sem ætla að stíga á stokk og flytja Þeysverk,“ segir Guðlaugur. „Lögin verða í allt annarri útsetningu með strengjaútsetningar. Prógrammið er að skýrast – það er mánuður í þetta. Við verðum líka með myndasýningar og fyrirlestur.“ Hljómplötuklúbburinn Íslensk tónlist stendur fyrir dagskrá í Norræna húsinu í tilefni af afmæli íslensku plötunnar. Þá verða 100 ár frá útgáfu Dalvísa með Pétri A. Jónssyni. Kynnir verður Freyr Eyjólfsson og ásamt Þey koma meðal annars Garðar Thor Cortes og Ragnar Bjarnason fram. „Prógrammið er fyrst og fremst helgað 100 ára afmæli íslensku hljómplötunnar og þar sem Þeysararnir voru stór þáttur í að starta þessari rokkbylgju á Íslandi var eðlilegt að við værum með,“ segir Guðlaugur. Er möguleiki á því að á næsta ári komi hljómsveitin saman og haldi eins og eina rokktónleika? „Þetta er allavega fyrsta skrefið nú þegar menn eru farnir að tala saman og útsetja tónlistina. En við höfum alltaf haft þá stefnu að þegar Þeysararnir kæmu saman myndum við gera nýtt efni. Sýna hvernig þeir hefðu þróast ef þeir hefðu haldið áfram.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Lífið Fleiri fréttir Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Sjá meira
„Þetta verður svolítið hátíðlegt. Þetta verður ekki svona rokk og ról eins og Rúdólf eða Killer Boogie,“ segir Guðlaugur Kristinn Óttarsson, gítarleikari hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Þeys. Þeyr kemur fram á 100 ára afmæli íslensku hljómplötunnar í Norræna húsinu 23. ágúst næstkomandi. Hljómsveitin hætti árið 1983 eftir stuttan, en farsælan feril sem hófst, að sögn Guðlaugs, fyrir alvöru þegar hin eiginlega Þeyr varð til í janúar 1981. „Þetta verður táknrænn gjörningur,“ segir Guðlaugur. „Sigtryggur [Baldursson, trommari] verður ekki með, ég veit ekki með Þorstein. Hann er búinn að vera neðanjarðar í 25 ár.“ Guðlaugur segir að hann, Hilmar Örn Agnarsson bassaleikari og söngvarinn Magnús Guðmundsson verði fulltrúar hljómsveitarinnar ásamt allsherjargoðanum Hilmari Erni Hilmarssyni. „Svo verðum við með unga tónlistarmenn sem ætla að stíga á stokk og flytja Þeysverk,“ segir Guðlaugur. „Lögin verða í allt annarri útsetningu með strengjaútsetningar. Prógrammið er að skýrast – það er mánuður í þetta. Við verðum líka með myndasýningar og fyrirlestur.“ Hljómplötuklúbburinn Íslensk tónlist stendur fyrir dagskrá í Norræna húsinu í tilefni af afmæli íslensku plötunnar. Þá verða 100 ár frá útgáfu Dalvísa með Pétri A. Jónssyni. Kynnir verður Freyr Eyjólfsson og ásamt Þey koma meðal annars Garðar Thor Cortes og Ragnar Bjarnason fram. „Prógrammið er fyrst og fremst helgað 100 ára afmæli íslensku hljómplötunnar og þar sem Þeysararnir voru stór þáttur í að starta þessari rokkbylgju á Íslandi var eðlilegt að við værum með,“ segir Guðlaugur. Er möguleiki á því að á næsta ári komi hljómsveitin saman og haldi eins og eina rokktónleika? „Þetta er allavega fyrsta skrefið nú þegar menn eru farnir að tala saman og útsetja tónlistina. En við höfum alltaf haft þá stefnu að þegar Þeysararnir kæmu saman myndum við gera nýtt efni. Sýna hvernig þeir hefðu þróast ef þeir hefðu haldið áfram.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Lífið Fleiri fréttir Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Sjá meira