Erlent

Reinfeldt gæti enn fengið meirihluta

Óli Tynes skrifar
Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar.

Það er enn fræðilegur möguleiki að sænsku borgaraflokkarnir fái hreinan meirihluta á þingi.

Það verður ekki fyrr en á morgun sem verða talin atkvæði þeirra sem greiddu atkvæði utan kjörstaða eða í sendiráðum Svíþjóðar erlendis.

Á kjördag voru niðurstöðurnar þær að borgaraflokkarnir fengu aðeins 7.108 atkvæðum minna en rauðgræna-blokkin og Svíþjóðardemókratarnir samanlagt.

Hefð er fyrir því að utankjörstaðaatkvæði séu talin miðvikudaginn eftir kosningar. Ekki er vitað hversu mörg þau eru að þessu sinni. Í fyrri kosningum hafa þau verið frá 40 til 100 þúsund.

Það er því vel mögulegt að ríkisstjórn Fredriks Reinfeldts fái hreinan meirihluta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×