Erlent

Byltingarverðir Írans fá nýja eldflaug

Óli Tynes skrifar
Fateh-110.
Fateh-110.

Íranska varnarmálaráðuneytið hefur tilkynnt að Byltingarvörðunum svokölluðu hafi verið fengin ný eldflaug til að nota á skotmörk á jörðu niðri.

Þær bera nafnið Fateh 110 og draga yfir 200 kílómetra. Íranar hafa undanfarið lagt mikla áherslu á að bæta eldflaugavopnabúr sitt.

Landið ræður þegar yfir eldflaugum sem hægt er að skjóta á Ísrael. Fateh-110 flaugarnar eru á hreyfanlegum skotpöllum eins og Scud flaugarnar sem Írakar notuðu á sínum tíma.

Það þýðir að erfiðara er að finna þær og granda þeim.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×