Erlent

Kría slær aldursmet sjófugla í Bretlandi

Kría hefur slegið aldursmet sjófugla í Bretlandi. Krían sem hér um ræðir er að minnsta kosti 30 ára og þriggja mánaða gömul en fyrra aldursmet átti kría sem náði tæplega þrítugsaldri.

Krían sem hér um ræðir var merkt við Falklandseyjar í lok júní árið 1980 og fannst á lífi um helgina. Kríur verða yfirleitt ekki eldri en 13 ára.

Þessi breska kría á þó nokkuð í land með að slá staðfest aldursmet þessara fugla því merkt kría sem fannst í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum reyndist 34 ára gömul.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×