Erlent

Lindsay Lohan aftur á leið í fangelsi

Leikkonan Lindsay Lohan er að öllum líkindum aftur á leið í fangelsið. Dómari í Los Angeles hefur afturkallað skilorð hennar og skipað henni að mæta í réttarsal á föstudag.

Lohan sagði sjálf frá því á Twitter um síðustu helgi að hún hefði fallið á síðasta lyfjaprófi sínu en slík próf eru undirstaða skilorðs hennar.

Lohan hefur áður rofið skilorð sitt í kjölfar dóms árið 2007. Hún dvaldi í 13 daga í fangelsi í síðasta mánuði eftir að hún féll á lyfjaprófi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×