Erlent

Níu fórust með þyrlu í Afganistan

Óli Tynes skrifar
Herþyrla í Afgaanistan.
Herþyrla í Afgaanistan.

Níu hermenn NATO fórust í þyrluslysi í Afganistan. Fjórir til viðbótar slösust.

Ekki hefur verið upplýst um þjóðerni þeirra sem fórust en talið er að þeir hafi verið bandarískir. Þyrlan fórst í suðurhluta landsins.

Talsmaður NATO segir að engir bardagar hafi verið á þessu svæði.

Þónokkrar þyrlur hafa farist í Afganistan á undanförnum árum, en flestar eru sagðar hafa farist af slysförum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×