Alonso stefnir á fyrsta sætið 25. september 2010 09:03 Fernando Alonso á Ferrari vann síðustu keppni. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso telur að Ferrari bíllinn sé samkeppnisfær við Red Bull, en Mark Webber og Sebastian Vettel náði bestu tímunum á æfingum í Singapúr í gær. Lokaæfing og tímataka fer fram í dag. Æfingin er sýnd beint á Stöð 2 Sport kl. 10.55, en tímatakan á Stöð 2 Sport 3 vegna Íslandsmótsins í knattspyrnu sem verður á Stöð 2 Sport á sama tíma. Tímatakan er svo endursýnd kl. 17.30 í dag á Stöð 2 Sport. Alonso hefur komist á verðlaunapall í báðum mótunum sem hafa farið fram í Singapúr og vann fyrsta mótið 2008. "Við erum nálægt þeim (Red Bull) að mínu mati. Við erum nálægt á harðari dekkjunum og ég komst ekki hring á þeim mýkri, en trúlega eru þeir fljótari á þeim líka. Það munar kannski 0.2 sekúndum á okkur, en vonandi getum við barist við þá í keppninni", sagði Alonso í spjalli við autosport.com. Hann gerði mistök á seinni æfingunni í gær og missti bílinn út úr brautinni og drap á vélinni, þegar hann var að reyna að komast tilbaka. Hann tapaði dýrmætum æfingatíma, en Alonso er þriðji í stigamótinu á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton. Alonso vann síðustu keppni, sem fór fram á Ítalíu. Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso telur að Ferrari bíllinn sé samkeppnisfær við Red Bull, en Mark Webber og Sebastian Vettel náði bestu tímunum á æfingum í Singapúr í gær. Lokaæfing og tímataka fer fram í dag. Æfingin er sýnd beint á Stöð 2 Sport kl. 10.55, en tímatakan á Stöð 2 Sport 3 vegna Íslandsmótsins í knattspyrnu sem verður á Stöð 2 Sport á sama tíma. Tímatakan er svo endursýnd kl. 17.30 í dag á Stöð 2 Sport. Alonso hefur komist á verðlaunapall í báðum mótunum sem hafa farið fram í Singapúr og vann fyrsta mótið 2008. "Við erum nálægt þeim (Red Bull) að mínu mati. Við erum nálægt á harðari dekkjunum og ég komst ekki hring á þeim mýkri, en trúlega eru þeir fljótari á þeim líka. Það munar kannski 0.2 sekúndum á okkur, en vonandi getum við barist við þá í keppninni", sagði Alonso í spjalli við autosport.com. Hann gerði mistök á seinni æfingunni í gær og missti bílinn út úr brautinni og drap á vélinni, þegar hann var að reyna að komast tilbaka. Hann tapaði dýrmætum æfingatíma, en Alonso er þriðji í stigamótinu á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton. Alonso vann síðustu keppni, sem fór fram á Ítalíu.
Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira