Vettel gæti verið í Formúlu 1 í 15 ár 22. nóvember 2010 12:55 Sebastian Vettel með skilti sem hann kvittaði á í gær fyrir framan heimamenn Í Heppenheim í gær. Hann er frá þessum bæ. Mynd: Getty Images Mario Thiessen hjá BMW telur að landi hans Sebastian Vettel geti orðið í Formúlu 1 næstu 15 árum, ef allt gengur vel hjá nýbökuðum meistaranum. Vettel heimsótti heimabæ sinn í Þýskalandi á sunnudaginn og mættu um 25.000 manns til að sjá meistarann. Hann kvittaði m.a. á götuskilti sem á stóð Vettelheim. "Hann vann frábæra vinnu, sérstaklega í síðusu fjórum mótunum þegar pressan jókst", sagði Thiessen í frétt á autosport.com um keppnistímabilið í ár. Thiessen þekkir vel til Vettels, en hann tók sín fyrstu Formúlu 1 spor tmeð BMW. Hnnn fór svo yfir til Red Bull fyrirtækisins, sem lét hann um borð í bíl Torro Rosso seinni hluta tímabilsins 2007. Vettel vann sitt fyrsta mót árið 2008 á Ítalíu Torro Rosso, en var síðan færður yfir til Red Bull liðsins. Vettel var síðan í meistaraslagnum þetta keppnistímabil og varð meistari á dögunum í Abu Dhabi. Það var í fyrsta skipti sem hann leiddi stigamótið. "Þegar allt gekk ekki eftir, þá hélt hann (Vettel) ró sinni. Á meðal þeirra fjögurra og fimm sem áttu möguleika, þá var það sá yngsti sem var hættu að gera mistök. Það var verulega gott." "Hann er toppökumaður, einn af toppökumönnunum í Formúlu 1, 23 ára gamall. Ef allt gengur vel, þá á hann 15 ár eftir í Formúlu 1, þannig að það eru nokkrir meistaratitlar sem hann getur unnið á réttum bíl." Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Mario Thiessen hjá BMW telur að landi hans Sebastian Vettel geti orðið í Formúlu 1 næstu 15 árum, ef allt gengur vel hjá nýbökuðum meistaranum. Vettel heimsótti heimabæ sinn í Þýskalandi á sunnudaginn og mættu um 25.000 manns til að sjá meistarann. Hann kvittaði m.a. á götuskilti sem á stóð Vettelheim. "Hann vann frábæra vinnu, sérstaklega í síðusu fjórum mótunum þegar pressan jókst", sagði Thiessen í frétt á autosport.com um keppnistímabilið í ár. Thiessen þekkir vel til Vettels, en hann tók sín fyrstu Formúlu 1 spor tmeð BMW. Hnnn fór svo yfir til Red Bull fyrirtækisins, sem lét hann um borð í bíl Torro Rosso seinni hluta tímabilsins 2007. Vettel vann sitt fyrsta mót árið 2008 á Ítalíu Torro Rosso, en var síðan færður yfir til Red Bull liðsins. Vettel var síðan í meistaraslagnum þetta keppnistímabil og varð meistari á dögunum í Abu Dhabi. Það var í fyrsta skipti sem hann leiddi stigamótið. "Þegar allt gekk ekki eftir, þá hélt hann (Vettel) ró sinni. Á meðal þeirra fjögurra og fimm sem áttu möguleika, þá var það sá yngsti sem var hættu að gera mistök. Það var verulega gott." "Hann er toppökumaður, einn af toppökumönnunum í Formúlu 1, 23 ára gamall. Ef allt gengur vel, þá á hann 15 ár eftir í Formúlu 1, þannig að það eru nokkrir meistaratitlar sem hann getur unnið á réttum bíl."
Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira