Leiðrétting skulda Haraldur L. Haraldsson skrifar 22. október 2010 06:00 Höfuðstóll er fjárhæð láns eða kröfu, auk verðbóta. Af fjárhæðinni reiknast vextir. Ef lán eru verðtryggð breytist höfuðstóllinn í samræmi við verðlagsbreytingar eins og þær eru mældar hverju sinni. Verðtrygging er heiti á sérstöku breytilegu álagi á höfuðstól lána og er notuð til þess að tryggja verðgildi fjárskuldbindinga og bankainnistæða með viðmiðun við ákveðna vísitölu. Með verðtryggingu er tryggt að endurgreiðslur haldi verðgildi samkvæmt fyrirfram ákveðnu viðmiði frá þeim degi sem lán er veitt eða sparnaður hefst. Vísitala sem byggð er á mjólkurverði, áfengi o.s.frv. er ekki náttúrulögmál. Verðtrygging felst í því, að verð fjárskuldbindinga hækkar eftir ákveðnum reglum, oftast vísitölum. Við verðtryggingu er notast við vísitölu neysluverðs. Það má lýsa því á einfaldan hátt hvernig sú vísitala er fundin. Safnað er saman tilteknu magni af vöru og þjónustu í „innkaupakörfu", þar sem m.a. er tekið tillit til neysluvenja, og heildarverð körfunnar reiknað út. Að ákveðnum tíma liðnum er þetta endurtekið. Breyting á verði körfunnar milli þessara tímabila, er sú breyting sem notuð er til þess að reikna út breytingu á vísitölunni. Hafi verðið hækkað hækkar vísitalan um það hlutfall sem leiðir til þess, að öll verðtryggð lán tengd viðkomandi vísitölu hækka um sama hlutfall. Lítið dæmi: Innkaupakarfan hinn 1. janúar kostar kr. 10.000, hinn 1. febrúar kostar sú hin sama karfa kr. 10.200, verðhækkunin nemur 2% á einum mánuði. Vísitala, sem var 100 stig hinn 1. janúar er komin í 102 stig mánuði seinna. Verðbólgan nam því tveimur prósentum. Mikilvægt er að hugtökin séu skýr og fólki séu þau ljós. Frá því í desember 2007 til september 2010 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 28,7% eða með öðrum orðum hefur neyslukarfan frá því í desember 2007 til september 2010 hækkað um 28,7%. Leiðrétting á vísitölunniÍ umræðunni hefur komið fram að ef farið verður að tillögu Hagsmunasamtaka heimilanna um 18% leiðréttingu á skuldum, þýði það um 220 milljarða „afskriftir". Afskrift á hverju? Þegar þessir 220 milljarðar eru fundnir eru þeir reiknaðir sem 18% af verðtryggðum höfuðstól, þ.e. höfuðstóll láns á tilteknum tíma að viðbættum verðbótum. Miðað við þetta er höfuðstóll lána heimilanna ásamt verðbótum 1.230 milljarðar kr. Gengið er út frá því, að heimilin hafi ekki tekið ný lán á árinu 2008. Að því gefnu hefur höfuðstóll lánanna frá því í desember 2008 tekið breytingum sem hér segir:Staða lána 31.12.07955,7 ma. Vísitöluhækkun 28,7%274,3 ma. Samtals1.230,0 ma.Ljóst er skv. þessu, að þrátt fyrir leiðréttingu upp á um 220 milljarða hefur höfuðstóllinn frá því í desember 2007 hækkað um 54,3 milljarða, eða sem nemur 5,7% auk vaxta. Miðað við 5% vexti af höfuðstólnum í desember 2007 gætu allt að 75,7 milljarðar hafa bæst við framangreinda upphæð miðað við vexti í 19 mánuði. Nú er spurt, hvað hefur valdið svo mikilli hækkun á vísitölunni frá því í desember 2007 á tíma sem atvinnuleysi hefur aukist, laun lækkað o.s.frv.?Helstu áhrifavaldar til hækkunar vísitölunnar árið 2008 og fram til dagsins í dag eru:1. Fjármálastofnanir tóku stöðu gegn krónunni. Gengið féll, innfluttar neysluvörur hækkuðu í verði, sem hækkaði vísitöluna.2. Vegna efnahagshrunsins hafa stjórnvöld gripið til víðtækra gjaldskrár- og skattahækkana, sem mælast í vísitölu neysluverðs.3. Vegna framanritaðs hafa framleiðendur þurft að grípa til hækkunar á vöru og þjónustu.Samfara hruninu hafa neysluvenjur þjóðarinnar breyst. Þannig má gera ráð fyrir að neysla á innfluttum vörum hefur dregist saman vegna verðhækkunar. Eru þessar vörur enn í vísitölukörfunni? Íslendingar kaupa ekki sömu vörur og þeir gerðu fyrir hrun.Með vísan til framanritaðs er lagt til að gerð verði rannsókn á því hvað framangreind atriði hafa haft mikil áhrif á hækkun neysluverðsvísitölunnar frá því í desember 2007. Jafnframt er spurt, hvort eðlilegt sé að lántakendur eigi að bera allan kostnað af því að fjármálastofnanir tóku stöðu gegn krónunni. Eiga lántakendur að taka á sig allan herkostnaðinn, þ.e. áhrif gjaldskrár- og skattahækkana sem grípa hefur þurft til vegna efnahagshrunsins?Með vísan til framanritaðs ítreka Hagsmunasamtök heimilanna tillögu sína um leiðréttingu á verðtryggðum lánum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Höfuðstóll er fjárhæð láns eða kröfu, auk verðbóta. Af fjárhæðinni reiknast vextir. Ef lán eru verðtryggð breytist höfuðstóllinn í samræmi við verðlagsbreytingar eins og þær eru mældar hverju sinni. Verðtrygging er heiti á sérstöku breytilegu álagi á höfuðstól lána og er notuð til þess að tryggja verðgildi fjárskuldbindinga og bankainnistæða með viðmiðun við ákveðna vísitölu. Með verðtryggingu er tryggt að endurgreiðslur haldi verðgildi samkvæmt fyrirfram ákveðnu viðmiði frá þeim degi sem lán er veitt eða sparnaður hefst. Vísitala sem byggð er á mjólkurverði, áfengi o.s.frv. er ekki náttúrulögmál. Verðtrygging felst í því, að verð fjárskuldbindinga hækkar eftir ákveðnum reglum, oftast vísitölum. Við verðtryggingu er notast við vísitölu neysluverðs. Það má lýsa því á einfaldan hátt hvernig sú vísitala er fundin. Safnað er saman tilteknu magni af vöru og þjónustu í „innkaupakörfu", þar sem m.a. er tekið tillit til neysluvenja, og heildarverð körfunnar reiknað út. Að ákveðnum tíma liðnum er þetta endurtekið. Breyting á verði körfunnar milli þessara tímabila, er sú breyting sem notuð er til þess að reikna út breytingu á vísitölunni. Hafi verðið hækkað hækkar vísitalan um það hlutfall sem leiðir til þess, að öll verðtryggð lán tengd viðkomandi vísitölu hækka um sama hlutfall. Lítið dæmi: Innkaupakarfan hinn 1. janúar kostar kr. 10.000, hinn 1. febrúar kostar sú hin sama karfa kr. 10.200, verðhækkunin nemur 2% á einum mánuði. Vísitala, sem var 100 stig hinn 1. janúar er komin í 102 stig mánuði seinna. Verðbólgan nam því tveimur prósentum. Mikilvægt er að hugtökin séu skýr og fólki séu þau ljós. Frá því í desember 2007 til september 2010 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 28,7% eða með öðrum orðum hefur neyslukarfan frá því í desember 2007 til september 2010 hækkað um 28,7%. Leiðrétting á vísitölunniÍ umræðunni hefur komið fram að ef farið verður að tillögu Hagsmunasamtaka heimilanna um 18% leiðréttingu á skuldum, þýði það um 220 milljarða „afskriftir". Afskrift á hverju? Þegar þessir 220 milljarðar eru fundnir eru þeir reiknaðir sem 18% af verðtryggðum höfuðstól, þ.e. höfuðstóll láns á tilteknum tíma að viðbættum verðbótum. Miðað við þetta er höfuðstóll lána heimilanna ásamt verðbótum 1.230 milljarðar kr. Gengið er út frá því, að heimilin hafi ekki tekið ný lán á árinu 2008. Að því gefnu hefur höfuðstóll lánanna frá því í desember 2008 tekið breytingum sem hér segir:Staða lána 31.12.07955,7 ma. Vísitöluhækkun 28,7%274,3 ma. Samtals1.230,0 ma.Ljóst er skv. þessu, að þrátt fyrir leiðréttingu upp á um 220 milljarða hefur höfuðstóllinn frá því í desember 2007 hækkað um 54,3 milljarða, eða sem nemur 5,7% auk vaxta. Miðað við 5% vexti af höfuðstólnum í desember 2007 gætu allt að 75,7 milljarðar hafa bæst við framangreinda upphæð miðað við vexti í 19 mánuði. Nú er spurt, hvað hefur valdið svo mikilli hækkun á vísitölunni frá því í desember 2007 á tíma sem atvinnuleysi hefur aukist, laun lækkað o.s.frv.?Helstu áhrifavaldar til hækkunar vísitölunnar árið 2008 og fram til dagsins í dag eru:1. Fjármálastofnanir tóku stöðu gegn krónunni. Gengið féll, innfluttar neysluvörur hækkuðu í verði, sem hækkaði vísitöluna.2. Vegna efnahagshrunsins hafa stjórnvöld gripið til víðtækra gjaldskrár- og skattahækkana, sem mælast í vísitölu neysluverðs.3. Vegna framanritaðs hafa framleiðendur þurft að grípa til hækkunar á vöru og þjónustu.Samfara hruninu hafa neysluvenjur þjóðarinnar breyst. Þannig má gera ráð fyrir að neysla á innfluttum vörum hefur dregist saman vegna verðhækkunar. Eru þessar vörur enn í vísitölukörfunni? Íslendingar kaupa ekki sömu vörur og þeir gerðu fyrir hrun.Með vísan til framanritaðs er lagt til að gerð verði rannsókn á því hvað framangreind atriði hafa haft mikil áhrif á hækkun neysluverðsvísitölunnar frá því í desember 2007. Jafnframt er spurt, hvort eðlilegt sé að lántakendur eigi að bera allan kostnað af því að fjármálastofnanir tóku stöðu gegn krónunni. Eiga lántakendur að taka á sig allan herkostnaðinn, þ.e. áhrif gjaldskrár- og skattahækkana sem grípa hefur þurft til vegna efnahagshrunsins?Með vísan til framanritaðs ítreka Hagsmunasamtök heimilanna tillögu sína um leiðréttingu á verðtryggðum lánum.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun