Erlent

Obama vill kreista olíufélag

Óli Tynes skrifar
Olíulekinn veldur miklu tjóni á lífríkinu við strendur Bandaríkjanna.
Olíulekinn veldur miklu tjóni á lífríkinu við strendur Bandaríkjanna. Mynd/AP

Barack Obama vill margfalda þær bætur sem hægt er að krefja breska olíufélagið BP um vegna olíulekans á Mexíkóflóa.

Samkvæmt núgildandi lögum þarf BP að greiða 75 milljónir dollara í hreinsunarkostnað og skaðabætur.

Bandaríkjaforseti vill setja nýja löggjöf sem hækkar þetta upp í tíu milljarða dollara. Þetta yrði gríðarlegt áfall fyrir fyrirtækið sem þegar hefur varið um 350 milljónum dollara í olíuhreinsun og tilraunir til þess að stöðva lekann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×