Þurfa ekki lengur að ljúga í hernum 23. desember 2010 07:00 Barack Obama undirritar lögin að viðstöddum leiðtogum demókrata á þingi, þeim Nancy Pelosi og Harry Reed.fréttablaðið/AP Barack Obama Bandaríkjaforseti efndi eitt af kosningaloforðum sínum í gær þegar hann undirritaði lög sem afnema bann við því að samkynhneigðir hermenn í Bandaríkjaher tjái sig opinskátt um kynhneigð sína. „Þessi dagur er kominn,“ hrópaði Mike Almy og fór ekki dult með ánægju sína. Hann var majór í flughernum þar til fyrir fjórum árum, þegar hann var rekinn eftir að upp komst um kynhneigð hans. „Nú þarf ekki lengur að lifa í lyginni.“Yfirmenn varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna vara þó við því að menn fagni of snemma. Enn á yfirstjórn hersins eftir að setja reglur um framkvæmd nýju laganna, auk þess sem hún þarf að staðfesta að breyttu reglurnar hafi engin áhrif á getu hersins þegar á reynir. Meðal annars segir varnarmálaráðuneytið nauðsynlegt að huga að kostnaði við fræðslu um samkynhneigð, sem veita þurfi hermönnum, auk þess sem skipuleggja þurfi hvernig taka eigi á samkynhneigð þegar svefnplássi í herskálum er úthlutað. Þótt það ferli geti allt saman tekið fleiri mánuði, enda hefur yfirstjórn hersins ekkert verið að flýta sér í þessu máli, þá marka nýju lögin engu að síður tímamót í sögu samkynhneigðra í Bandaríkjunum. Frá því að Bill Clinton var forseti hefur samkynhneigðum verið leyft að gegna herþjónustu, en þó því aðeins að þeir segi engum frá kynhneigð sinni. Á móti fengu þeir tryggingu fyrir því að yfirmenn í hernum myndu ekki spyrja þá um kynhneigðina. Þetta átti að vera málamiðlun milli Clintons og yfirstjórnar hersins, sem var treg í taumi til að leyfa breytingar. Þessi málamiðlun var frá fyrsta degi þyrnir í augum samkynhneigðra enda viðhélt hún í reynd banni við samkynhneigð í hernum. Barack Obama getur líka fagnað því að hafa náð þessu máli fram á síðustu dögum þingsins þetta árið. Strax eftir áramót kemur saman nýtt þing, sem kosið var í nóvember síðastliðnum, og þá missa demókratar meirihluta sinn í fulltrúadeild. Allt bendir til þess að honum muni á allra næstu dögum einnig takast að fá þingið til að samþykkja nýjan samning við Rússland um fækkun kjarnorkuvopna. - gb Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti efndi eitt af kosningaloforðum sínum í gær þegar hann undirritaði lög sem afnema bann við því að samkynhneigðir hermenn í Bandaríkjaher tjái sig opinskátt um kynhneigð sína. „Þessi dagur er kominn,“ hrópaði Mike Almy og fór ekki dult með ánægju sína. Hann var majór í flughernum þar til fyrir fjórum árum, þegar hann var rekinn eftir að upp komst um kynhneigð hans. „Nú þarf ekki lengur að lifa í lyginni.“Yfirmenn varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna vara þó við því að menn fagni of snemma. Enn á yfirstjórn hersins eftir að setja reglur um framkvæmd nýju laganna, auk þess sem hún þarf að staðfesta að breyttu reglurnar hafi engin áhrif á getu hersins þegar á reynir. Meðal annars segir varnarmálaráðuneytið nauðsynlegt að huga að kostnaði við fræðslu um samkynhneigð, sem veita þurfi hermönnum, auk þess sem skipuleggja þurfi hvernig taka eigi á samkynhneigð þegar svefnplássi í herskálum er úthlutað. Þótt það ferli geti allt saman tekið fleiri mánuði, enda hefur yfirstjórn hersins ekkert verið að flýta sér í þessu máli, þá marka nýju lögin engu að síður tímamót í sögu samkynhneigðra í Bandaríkjunum. Frá því að Bill Clinton var forseti hefur samkynhneigðum verið leyft að gegna herþjónustu, en þó því aðeins að þeir segi engum frá kynhneigð sinni. Á móti fengu þeir tryggingu fyrir því að yfirmenn í hernum myndu ekki spyrja þá um kynhneigðina. Þetta átti að vera málamiðlun milli Clintons og yfirstjórnar hersins, sem var treg í taumi til að leyfa breytingar. Þessi málamiðlun var frá fyrsta degi þyrnir í augum samkynhneigðra enda viðhélt hún í reynd banni við samkynhneigð í hernum. Barack Obama getur líka fagnað því að hafa náð þessu máli fram á síðustu dögum þingsins þetta árið. Strax eftir áramót kemur saman nýtt þing, sem kosið var í nóvember síðastliðnum, og þá missa demókratar meirihluta sinn í fulltrúadeild. Allt bendir til þess að honum muni á allra næstu dögum einnig takast að fá þingið til að samþykkja nýjan samning við Rússland um fækkun kjarnorkuvopna. - gb
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira