Hvítabirnir og staðreyndir 18. febrúar 2010 06:00 Birgir Guðjónsson skrifar um hvítabirni. Enn á ný leyfir fulltrúi umhverfisráðuneytisins sér að koma fram með villandi jafnvel rangar upplýsingar til að réttlæta dráp á hvítabjarnarhúni. Hann fullyrðir að það sé enginn stofnstærðarvandi. Jafnvel mætti skilja svo að þörf væri á grisjun. Fulltrúar ráðuneytisins hafa sennilega gengið fram hjá styttu úr ís af hvítabirni sem tákni vandans á umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna nýlega í Kaupmannahöfn. Af nítján undirtegundum hvítabjarna eru átta í hnignun, þrjár stöðugar, ein að fjölga sér en ófullnægjandi upplýsingar varðandi sjö. Þetta er lakara en árið 2005. Að ástandið skuli ekki vera verra er vegna áratuga verndarstefnu þeirra fimm landa þ.e. Rússlands, Bandaríkjanna, Kanada, Danmerkur og Noregs sem bundust samtökum 1973 um verndun þeirra. Heimssamtök um náttúrverndun þ.e. IUCN, flokka hvítabirni enn sem „vulnerable" sem ef til vill má þýða að ástand þeirra sé viðkvæmt, Bandaríkin sem „endangered" þ.e. í hættu. Takmarkaðar sportveiðar eru aðeins leyfðar í Kanada. Veiðar frumbyggja annars staðar eru takmarðar, en voru lengi t.d. algjörlega bannaðar í Rússlandi. Kerfisbundið dráp hvítabjarna fer hvergi fram nema á Íslandi. Fulltrúinn heldur því fram að dýrin séu stórhættuleg. Skilja mætti svo að þau komi hingað sérstaklega til að éta Íslendinga. Mesta nábýli hvítabjarna og manna er sennilega í bænum Churchill í Kanada og á Svalbarða. Ekki hefur mikið frést af fækkun mannfólks á þessum stöðum. Fulltrúinn heldur því fram að kostnaður við björgun sé yfirgengilegur. Kostnaður við landgöngu hvítabjarnar verður alltaf nokkur við dráp, flutning, „vísindarannsóknir", uppstoppun og geymslu. Þá er ekkert sparað og jafnvel flugfloti Landhelgisgæslunnar sem kostar 400 til 500 þúsund á klukkustund notaður óspart. Dráp hvítabjarna hér á nokkurra ára fresti mun hins vegar ekki hafa mikil áhrif á stofninn né gera orðstír Íslands verri. Höfundur er læknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Birgir Guðjónsson skrifar um hvítabirni. Enn á ný leyfir fulltrúi umhverfisráðuneytisins sér að koma fram með villandi jafnvel rangar upplýsingar til að réttlæta dráp á hvítabjarnarhúni. Hann fullyrðir að það sé enginn stofnstærðarvandi. Jafnvel mætti skilja svo að þörf væri á grisjun. Fulltrúar ráðuneytisins hafa sennilega gengið fram hjá styttu úr ís af hvítabirni sem tákni vandans á umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna nýlega í Kaupmannahöfn. Af nítján undirtegundum hvítabjarna eru átta í hnignun, þrjár stöðugar, ein að fjölga sér en ófullnægjandi upplýsingar varðandi sjö. Þetta er lakara en árið 2005. Að ástandið skuli ekki vera verra er vegna áratuga verndarstefnu þeirra fimm landa þ.e. Rússlands, Bandaríkjanna, Kanada, Danmerkur og Noregs sem bundust samtökum 1973 um verndun þeirra. Heimssamtök um náttúrverndun þ.e. IUCN, flokka hvítabirni enn sem „vulnerable" sem ef til vill má þýða að ástand þeirra sé viðkvæmt, Bandaríkin sem „endangered" þ.e. í hættu. Takmarkaðar sportveiðar eru aðeins leyfðar í Kanada. Veiðar frumbyggja annars staðar eru takmarðar, en voru lengi t.d. algjörlega bannaðar í Rússlandi. Kerfisbundið dráp hvítabjarna fer hvergi fram nema á Íslandi. Fulltrúinn heldur því fram að dýrin séu stórhættuleg. Skilja mætti svo að þau komi hingað sérstaklega til að éta Íslendinga. Mesta nábýli hvítabjarna og manna er sennilega í bænum Churchill í Kanada og á Svalbarða. Ekki hefur mikið frést af fækkun mannfólks á þessum stöðum. Fulltrúinn heldur því fram að kostnaður við björgun sé yfirgengilegur. Kostnaður við landgöngu hvítabjarnar verður alltaf nokkur við dráp, flutning, „vísindarannsóknir", uppstoppun og geymslu. Þá er ekkert sparað og jafnvel flugfloti Landhelgisgæslunnar sem kostar 400 til 500 þúsund á klukkustund notaður óspart. Dráp hvítabjarna hér á nokkurra ára fresti mun hins vegar ekki hafa mikil áhrif á stofninn né gera orðstír Íslands verri. Höfundur er læknir
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar