Erlent

Birtingu úrslita frestað um sinn

Júlía Tímósjenkó
Júlía Tímósjenkó

Dómstóll í Úkraínu hefur frestað formlegri birtingu úrslita úr forsetakosningunum, sem fóru fram 7. febrúar, meðan framkvæmd kosninganna verður könnuð betur.

Yfirkjörstjórn hafði lýst því yfir að Viktor Janúkovitsj, fyrrverandi forsætisráðherra, hefði borið sigur úr býtum. Kosningaeftirlitsmenn á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu höfðu sagt kosningarnar hafa farið vel fram. Mótframbjóðandinn Júlía Tímósjenkó, núverandi forsætisráðherra, hefur hins vegar ekki viðurkennt þessi úrslit og kært niðurstöðuna.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×