Með skarð í vör eða góm 18. febrúar 2010 06:00 Þórir Schiöth skrifar um tannlækningar. Tvær nýjar reglugerðir (1060 og 1061/2009) tóku gildi um áramótin, sem heimila endurgreiðslur afturvirkt tvö ár aftur í tímann til handa þeim sem hafa lent í miklum útgjöldum vegna tannréttinga. Voru tannlæknar afar sáttir við setningu þeirra enda þótt þeir undruðust hve heilbrigðisyfirvöld ákváðu að gefa fólki skamman frest til að sækja um endurgreiðslur á grundvelli reglugerðanna, eða aðeins einn mánuð. Fresturinn rann út 1. febrúar síðastliðinn. Á sama tíma og þessar tvær reglugerðir voru settar tók þriðja reglugerðin gildi, 1058/2009. Þar kveður við annan tón og við þá reglugerð eru tannlæknar afar ósáttir. Hún kom hún flatt upp á tannlækna enda ekkert samráð við þá haft um gerðina.Samningaviðræðum slitiðSamningaviðræður hafa staðið yfir við tannlækna um lausn á kostnaðarvandamálum barna og unglinga með skarð í vör og góm. Þessi hópur þarf á langtímatannréttingu að halda, en endurgreiðslan frá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) hefur verið mjög lítil til þessa hóps og sitja foreldrar því uppi með mikinn kostnað. Með setningu reglugerðar 1058 settu heilbrigðisyfirvöld lausn þessara mála í algert uppnám því samningaviðræðum hefur verið slitið. Óásættanleg reglugerðSamkvæmt reglugerðinni eru tannlæknar neyddir til að skrifa undir ákveðinn samning, annars fellur réttur sjúklinga til styrks niður. Einnig fellur réttur sjúklinga niður ef tannrétting er byrjuð áður en sótt er um til Sjúkratrygginga Íslands. Að auki er styrkur felldur niður til þeirra sem ekki hafa sterkar læknisfræðilegar forsendur fyrir tannréttingunni. Tryggingatannlækni er falið að gera mat á þeim læknisfræðilegu forsendum, en hann er ekki sérmenntaður í tannréttingum heldur tannholdsjúkdómum. Við þetta geta tannlæknar ekki sætt sig. Tannlæknar skrifa ekki undir og sjúklingar fá ekki endurgreittÍ reglugerðinni er ekki tekið tillit til þess að tannréttingar auka lífsgæði sjúklinga, einungis er lagt kalt mat á gipsafsteypur tanna. Neyða á tannlækna til að gera fyrirfram föst verðtilboð í þeim tilfellum þar sem um er að ræða skarð í vör eða góm. Það er glórulaust því ekki er fyrirséð í upphafi hvaða meðferð mun þurfa. Til útskýringa myndi enginn læknir gera bindandi kostnaðaráætlun áður en hann færi að meðhöndla sjúklinga með heilkenni eða sjúkdóma sem ekki er fyrirséð hvernig muni þróast. Þessa reglugerð geta tannlæknar ekki sætt sig við og neita því að skrifa undir samning við SÍ. Engir nýir sjúklingar sem eru að byrja meðferð fá því endurgreitt meðan deilan er í hnút, ekki heldur þeir sem eru með skarð í vör og góm. Höfundur er tannlæknir, sérmenntaður í tannréttingum og fyrrverandi formaður Tannlæknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Þórir Schiöth skrifar um tannlækningar. Tvær nýjar reglugerðir (1060 og 1061/2009) tóku gildi um áramótin, sem heimila endurgreiðslur afturvirkt tvö ár aftur í tímann til handa þeim sem hafa lent í miklum útgjöldum vegna tannréttinga. Voru tannlæknar afar sáttir við setningu þeirra enda þótt þeir undruðust hve heilbrigðisyfirvöld ákváðu að gefa fólki skamman frest til að sækja um endurgreiðslur á grundvelli reglugerðanna, eða aðeins einn mánuð. Fresturinn rann út 1. febrúar síðastliðinn. Á sama tíma og þessar tvær reglugerðir voru settar tók þriðja reglugerðin gildi, 1058/2009. Þar kveður við annan tón og við þá reglugerð eru tannlæknar afar ósáttir. Hún kom hún flatt upp á tannlækna enda ekkert samráð við þá haft um gerðina.Samningaviðræðum slitiðSamningaviðræður hafa staðið yfir við tannlækna um lausn á kostnaðarvandamálum barna og unglinga með skarð í vör og góm. Þessi hópur þarf á langtímatannréttingu að halda, en endurgreiðslan frá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) hefur verið mjög lítil til þessa hóps og sitja foreldrar því uppi með mikinn kostnað. Með setningu reglugerðar 1058 settu heilbrigðisyfirvöld lausn þessara mála í algert uppnám því samningaviðræðum hefur verið slitið. Óásættanleg reglugerðSamkvæmt reglugerðinni eru tannlæknar neyddir til að skrifa undir ákveðinn samning, annars fellur réttur sjúklinga til styrks niður. Einnig fellur réttur sjúklinga niður ef tannrétting er byrjuð áður en sótt er um til Sjúkratrygginga Íslands. Að auki er styrkur felldur niður til þeirra sem ekki hafa sterkar læknisfræðilegar forsendur fyrir tannréttingunni. Tryggingatannlækni er falið að gera mat á þeim læknisfræðilegu forsendum, en hann er ekki sérmenntaður í tannréttingum heldur tannholdsjúkdómum. Við þetta geta tannlæknar ekki sætt sig. Tannlæknar skrifa ekki undir og sjúklingar fá ekki endurgreittÍ reglugerðinni er ekki tekið tillit til þess að tannréttingar auka lífsgæði sjúklinga, einungis er lagt kalt mat á gipsafsteypur tanna. Neyða á tannlækna til að gera fyrirfram föst verðtilboð í þeim tilfellum þar sem um er að ræða skarð í vör eða góm. Það er glórulaust því ekki er fyrirséð í upphafi hvaða meðferð mun þurfa. Til útskýringa myndi enginn læknir gera bindandi kostnaðaráætlun áður en hann færi að meðhöndla sjúklinga með heilkenni eða sjúkdóma sem ekki er fyrirséð hvernig muni þróast. Þessa reglugerð geta tannlæknar ekki sætt sig við og neita því að skrifa undir samning við SÍ. Engir nýir sjúklingar sem eru að byrja meðferð fá því endurgreitt meðan deilan er í hnút, ekki heldur þeir sem eru með skarð í vör og góm. Höfundur er tannlæknir, sérmenntaður í tannréttingum og fyrrverandi formaður Tannlæknafélags Íslands.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar