Opið bréf til heilbrigðisráðherra Árni Stefánsson skrifar 27. febrúar 2010 06:00 Ágæta Álfheiður. Árlega fæðast á Íslandi að meðaltali um 10 börn með skarð í vör og/eða gómi. Kostnaður við munnholsaðgerðir, tannréttingar og talþjálfun þessara barna er vart mælanlegur á skala heilbrigðiskerfisins. Það er því með ólíkindum að stærstur hluti kostnaðarins skuli lenda á foreldrum þeirra. Um áramótin tóku gildi þrjár reglugerðir þínar um endurgreiðslu vegna tannréttinga. Í umfjöllun um reglugerðirnar í útvarpsviðtali í morgunþætti Bylgjunnar þann 3. febrúar sagðir þú meðal annars „…og það sem við gerðum nú um áramótin eða ég var að stórauka þátttöku ríkisins í tannlækningum og tannréttingum barna sem að fæðast með alvarlega galla, skarð í vör/góm, mikla tannvöntun og þess háttar.“ Jafnframt sagðir þú: „...mér finnst það brýnast að þeir einstaklingar sem fæðast með galla í munnholi eða lenda í slysum, fái sömu þjónustu og þurfi ekki að borga fyrir hana úr eigin vasa eins og þeir sem brjóta fót eða fæðast með aðra galla…“ og orðrétt bendir á að „stærsti reikningurinn sem ég hef séð vegna tannréttinga barns með meðfæddan galla er 5 milljónir króna sem foreldrar hafa þurft að greiða úr eigin vasa og þetta er auðvitað ekki boðlegt“. Í ljósi þessara orða skýtur skökku við að í reglugerðunum er skýrt kveðið á um það að endurgreiðsla sjúkratrygginga vegna vinnu tannréttingarsérfræðinga og kjálkaskurðlækna vegna víkkunar efri góms barna með skarð í góm fyrir beinígræðslu sé kr. 138.600 og hámarksendurgreiðsla fyrir tannréttingarmeðferð barna með skarð í vör og góm sé einungis ákveðin kr. 554.000. Jafnframt þessu „verður“ tannréttingameðferðinni að ljúka á innan við 3 árum. Nú spyr ég: 1) Samkvæmt nýrri reglugerð þinni, sérðu annað fyrir þér en foreldrar með sambærilegt tilvik og þeir sem horfðu á 5 milljóna reikning vegna tannréttinga muni nú horfa á eigin kostnað upp á 4,3 milljónir króna? Þá má jafnframt benda á þá staðreynd að heildarverðbólga síðustu 3 ára hefur verið um 34% og því hefur verð aðfanga og þjónustu hækkað verulega. 2) Hvernig getur þetta talist stóraukin þátttaka ríkisins? 3) Það má nefna mjög mörg dæmi þess að tannréttingar barna með skarð í vör og gómi hafi tekið mun lengri tíma en 3 ár, jafnvel 11-15 ára ferli sem byggir á náinni samvinnu kjálkaskurðlækna, lýtalækna, talmeinafræðinga og tannréttingasérfræðinga. Hvernig rökstyður þú þá ákvörðun að í nýju reglugerðinni er endurgreiðsla háð því að heildartími tannréttingarmeðferðar fari ekki yfir 3 ár og kynnir reglugerðina sem verulega réttarbót? Sé þetta skjaldborgin sem velferðarstjórnin ætlar sér að slá um börn með skarð í vör og góm og foreldra þeirra barna tel ég einsýnt að margir myndu kjósa að standa fyrir utan hana enda voru réttindi margra betur tryggð með gamla kerfinu og endurgreiðsluhlutfallinu eins dapurlegt og það var nú samt. Séu nýju reglugerðirnar settar með góðum vilja sýnist mér þær, því miður, bera vott um vanþekkingu á viðfangsefninu. Félags- og velferðarsamfélag verður ekki einungis skapað með orðum heldur einnig með athöfnum. Það er til skammar að agnarsmár minnihlutahópur barna með fæðingargalla, sem er enn alvarlegri en ella vegna sýnileika, skuli sífellt verða hornreka í heilbrigðis- og tryggingakerfinu. Annað hvort vegna áhugaleysis ráðherra eða þess að kerfið virðist ekki ná því sem það telur „ásættanlega“ samninga við tannréttingasérfræðinga og talmeinafræðinga. Hér er ekki um neinar „Icesave“ upphæðir að tefla. Hér er einfaldlega beðið um það að mannréttindi barna með áberandi fæðingargalla séu tryggð án tillits til fjárhags foreldra. Tilfellin eru það fá að líklega myndi árlegur viðbótarkostnaður vera í kringum 10 milljónir eða rétt um einn tíuþúsundasti hluti af kostnaðinum við heilbrigðiskerfið samkvæmt fjárlögum 2010 til að setja þetta í samhengi! Tveir síðustu forverar þínir í starfi lofuðu að koma þessum réttindamálum í lag en stóðu ekki við það. Gríptu nú daginn og nýttu til góðra verka! Það sem þarf til er einföld ákvörðun þín um að kostnaður við þessar nauðsynlegu meðferðir flytjist frá foreldrum til hins almenna heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfis. Ég er fullviss um það að sátt væri um slíka ákvörðun í samfélaginu. Höfundur er viðskiptafræðingur og situr í stjórn Breiðrabrosa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Ágæta Álfheiður. Árlega fæðast á Íslandi að meðaltali um 10 börn með skarð í vör og/eða gómi. Kostnaður við munnholsaðgerðir, tannréttingar og talþjálfun þessara barna er vart mælanlegur á skala heilbrigðiskerfisins. Það er því með ólíkindum að stærstur hluti kostnaðarins skuli lenda á foreldrum þeirra. Um áramótin tóku gildi þrjár reglugerðir þínar um endurgreiðslu vegna tannréttinga. Í umfjöllun um reglugerðirnar í útvarpsviðtali í morgunþætti Bylgjunnar þann 3. febrúar sagðir þú meðal annars „…og það sem við gerðum nú um áramótin eða ég var að stórauka þátttöku ríkisins í tannlækningum og tannréttingum barna sem að fæðast með alvarlega galla, skarð í vör/góm, mikla tannvöntun og þess háttar.“ Jafnframt sagðir þú: „...mér finnst það brýnast að þeir einstaklingar sem fæðast með galla í munnholi eða lenda í slysum, fái sömu þjónustu og þurfi ekki að borga fyrir hana úr eigin vasa eins og þeir sem brjóta fót eða fæðast með aðra galla…“ og orðrétt bendir á að „stærsti reikningurinn sem ég hef séð vegna tannréttinga barns með meðfæddan galla er 5 milljónir króna sem foreldrar hafa þurft að greiða úr eigin vasa og þetta er auðvitað ekki boðlegt“. Í ljósi þessara orða skýtur skökku við að í reglugerðunum er skýrt kveðið á um það að endurgreiðsla sjúkratrygginga vegna vinnu tannréttingarsérfræðinga og kjálkaskurðlækna vegna víkkunar efri góms barna með skarð í góm fyrir beinígræðslu sé kr. 138.600 og hámarksendurgreiðsla fyrir tannréttingarmeðferð barna með skarð í vör og góm sé einungis ákveðin kr. 554.000. Jafnframt þessu „verður“ tannréttingameðferðinni að ljúka á innan við 3 árum. Nú spyr ég: 1) Samkvæmt nýrri reglugerð þinni, sérðu annað fyrir þér en foreldrar með sambærilegt tilvik og þeir sem horfðu á 5 milljóna reikning vegna tannréttinga muni nú horfa á eigin kostnað upp á 4,3 milljónir króna? Þá má jafnframt benda á þá staðreynd að heildarverðbólga síðustu 3 ára hefur verið um 34% og því hefur verð aðfanga og þjónustu hækkað verulega. 2) Hvernig getur þetta talist stóraukin þátttaka ríkisins? 3) Það má nefna mjög mörg dæmi þess að tannréttingar barna með skarð í vör og gómi hafi tekið mun lengri tíma en 3 ár, jafnvel 11-15 ára ferli sem byggir á náinni samvinnu kjálkaskurðlækna, lýtalækna, talmeinafræðinga og tannréttingasérfræðinga. Hvernig rökstyður þú þá ákvörðun að í nýju reglugerðinni er endurgreiðsla háð því að heildartími tannréttingarmeðferðar fari ekki yfir 3 ár og kynnir reglugerðina sem verulega réttarbót? Sé þetta skjaldborgin sem velferðarstjórnin ætlar sér að slá um börn með skarð í vör og góm og foreldra þeirra barna tel ég einsýnt að margir myndu kjósa að standa fyrir utan hana enda voru réttindi margra betur tryggð með gamla kerfinu og endurgreiðsluhlutfallinu eins dapurlegt og það var nú samt. Séu nýju reglugerðirnar settar með góðum vilja sýnist mér þær, því miður, bera vott um vanþekkingu á viðfangsefninu. Félags- og velferðarsamfélag verður ekki einungis skapað með orðum heldur einnig með athöfnum. Það er til skammar að agnarsmár minnihlutahópur barna með fæðingargalla, sem er enn alvarlegri en ella vegna sýnileika, skuli sífellt verða hornreka í heilbrigðis- og tryggingakerfinu. Annað hvort vegna áhugaleysis ráðherra eða þess að kerfið virðist ekki ná því sem það telur „ásættanlega“ samninga við tannréttingasérfræðinga og talmeinafræðinga. Hér er ekki um neinar „Icesave“ upphæðir að tefla. Hér er einfaldlega beðið um það að mannréttindi barna með áberandi fæðingargalla séu tryggð án tillits til fjárhags foreldra. Tilfellin eru það fá að líklega myndi árlegur viðbótarkostnaður vera í kringum 10 milljónir eða rétt um einn tíuþúsundasti hluti af kostnaðinum við heilbrigðiskerfið samkvæmt fjárlögum 2010 til að setja þetta í samhengi! Tveir síðustu forverar þínir í starfi lofuðu að koma þessum réttindamálum í lag en stóðu ekki við það. Gríptu nú daginn og nýttu til góðra verka! Það sem þarf til er einföld ákvörðun þín um að kostnaður við þessar nauðsynlegu meðferðir flytjist frá foreldrum til hins almenna heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfis. Ég er fullviss um það að sátt væri um slíka ákvörðun í samfélaginu. Höfundur er viðskiptafræðingur og situr í stjórn Breiðrabrosa.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar