Lífið

Bloggar úr fangelsi

Rapparinn  Lil´Wayne er byrjaður að blogga úr Rikers Island-fangelsinu í New York.
Rapparinn Lil´Wayne er byrjaður að blogga úr Rikers Island-fangelsinu í New York.
Rapparinn Lil' Wayne er byrjaður að blogga úr Rikers Island-fangelsinu í New York þar sem hann afplánar eins árs dóm fyrir að vera með hlaðna byssu í tónleikarútu sinni. Miðað við bloggið virðist Wayne lifa hinu ljúfa lífi í fangelsinu.

„Ég vakna 11 á morgnana, fæ mér kaffi og hringi í börnin og mína yndislegu móður. Síðan fer ég í sturtu, svara pósti frá aðdáendum, fer í hádegismat og svo í símann aftur. Svo les ég bók eða skrifa hugsanir mínar niður," skrifar rapparinn. Hann á eftir að afplána yfir eitt hundrað daga af dómnum og kemst ekki hjá því að fylgjast vel með dagatalinu. „Tel niður dagana með bros á vör," skrifar hann. „Flest þessi bros koma eftir að ég hef heyrt í börnunum mínum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.