Söngkonan vinsæla Lady GaGa mun hugsanlega leika fyrir Quentin Tarantino í einhverjum af næstu myndum hans. GaGa og Tarantino ræddu saman eftir að leikstjórinn lánaði henni Pussy Wagon-bílinn, sem var notaður í myndinni Kill Bill, vegna myndbandsins við lagið Telephone.
„Quentin er mikill aðdáandi GaGa og hrífst mjög af persónuleika hennar," sagði kunningi leikstjórans. „Hann er þegar búinn að fá hana í nokkur verkefni. Eitt þeirra verður líklega hlutverk leigumorðingja."