Fyrsta plata Ladda í 20 ár 19. mars 2010 04:30 Laddi snýr aftur á plötu Eiríkur Fjalar syngur um kakkalakka á nýju Ladda-plötunni, Bland í poka. fréttablaðið/anton Tónlistarferill Ladda hefur setið á hakanum lengi, en nú verður breyting þar á: Ný plata með honum, sú fyrsta síðan Of feit fyrir mig kom út árið 1990, er væntanleg í júní. „Það er komið langt útgáfuhlé, ég veit nú bara ekki hvað veldur. Ég kom mér bara aldrei að þessu, einhvern veginn. Svo var farið að þrýsta á mann með plötu, og alltaf meira og meira, svo ég sagði bara ókei á endanum,“ segir Laddi. Platan verður ekta Ladda-plata á léttu nótunum með erlendum lögum í bland við frumsamin, en Laddi gerir alla texta. „Nei, nei, þetta er ekki konsept-plata um bankahrunið, enda væri það nú bara leiðinlegt!“ segir Laddi. „Þetta eru bara skemmtileg lög og skondnir textar. Það koma einhverjir karakterar við sögu, Eiríkur Fjalar, Saxi læknir og Mói til dæmis. Platan var tilbúin fyrir nokkru en það var svo mikið annað að gerast hjá mér að það var ákveðið að fresta henni. Svo ákváðum við að bæta einu lagi við sem við erum að taka upp núna. Fyrstu lögin af plötunni ættu að fara að heyrast bráðlega.“ Plötuna gerir Laddi með Björgvini Halldórssyni í Hljóðrita í Hafnarfirðinum. „Við byrjuðum á þessu fyrir ári síðan. Bó treður sér auðvitað að og tekur allar bakraddir. Platan heitir Bland í poka enda eru alls konar lög á henni. Eiríkur Fjalar er til dæmis með eldgamalt fyndið lag, „Flying purple people eater“. Hjá mér er það um kakkalakka. Ég fékk þá hugmynd á Majorka fyrir einu og hálfu ári síðan eftir að við fundum kakkalakka í íbúðinni okkar. Svo eru þarna lög eftir mig sem eru í mínum anda, ekkert rosalega mikið grín, en skondnir textar.“ Platan á að koma út 10. júní og Laddi er spenntur. „Ég held að þetta sé fín plata. Ég er allavega mjög bjartsýnn. Við erum að ræða málin hvernig sé best að fylgja henni eftir. Það stendur jafnvel til að gera eitt myndband. Eða tvö.“ drgunni@frettabladid.is Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Tónlistarferill Ladda hefur setið á hakanum lengi, en nú verður breyting þar á: Ný plata með honum, sú fyrsta síðan Of feit fyrir mig kom út árið 1990, er væntanleg í júní. „Það er komið langt útgáfuhlé, ég veit nú bara ekki hvað veldur. Ég kom mér bara aldrei að þessu, einhvern veginn. Svo var farið að þrýsta á mann með plötu, og alltaf meira og meira, svo ég sagði bara ókei á endanum,“ segir Laddi. Platan verður ekta Ladda-plata á léttu nótunum með erlendum lögum í bland við frumsamin, en Laddi gerir alla texta. „Nei, nei, þetta er ekki konsept-plata um bankahrunið, enda væri það nú bara leiðinlegt!“ segir Laddi. „Þetta eru bara skemmtileg lög og skondnir textar. Það koma einhverjir karakterar við sögu, Eiríkur Fjalar, Saxi læknir og Mói til dæmis. Platan var tilbúin fyrir nokkru en það var svo mikið annað að gerast hjá mér að það var ákveðið að fresta henni. Svo ákváðum við að bæta einu lagi við sem við erum að taka upp núna. Fyrstu lögin af plötunni ættu að fara að heyrast bráðlega.“ Plötuna gerir Laddi með Björgvini Halldórssyni í Hljóðrita í Hafnarfirðinum. „Við byrjuðum á þessu fyrir ári síðan. Bó treður sér auðvitað að og tekur allar bakraddir. Platan heitir Bland í poka enda eru alls konar lög á henni. Eiríkur Fjalar er til dæmis með eldgamalt fyndið lag, „Flying purple people eater“. Hjá mér er það um kakkalakka. Ég fékk þá hugmynd á Majorka fyrir einu og hálfu ári síðan eftir að við fundum kakkalakka í íbúðinni okkar. Svo eru þarna lög eftir mig sem eru í mínum anda, ekkert rosalega mikið grín, en skondnir textar.“ Platan á að koma út 10. júní og Laddi er spenntur. „Ég held að þetta sé fín plata. Ég er allavega mjög bjartsýnn. Við erum að ræða málin hvernig sé best að fylgja henni eftir. Það stendur jafnvel til að gera eitt myndband. Eða tvö.“ drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira