Erlent

Flugfreyjurnar farnar

Óli Tynes skrifar

Síðasta tilraun til þess að miðla málum í kjaradeilu flugfreyja hjá British Airways runnu út í sandinn í dag. Þriggja daga verkfall hefst því á miðnætti.

Í næstu viku verður svo fjögurra daga verkfall ef ekki semst fyrir þann tíma.

UNITE sem er verkalýðsfélag flugfreyja hefur fengið loforð um stuðning frá systurfélögum í Ástralíu og Bandaríkjunum til þess að tryggja að sem mest truflun verði á flugi.

British Airways hafði gert ýmsar ráðstafanir sem áttu að gera því kleift að halda uppi sextíu prósenta flugi. Meðal annars með sjálfboðaliðum úr öðrum deildum félagsins sem þegar hafa fengið þjálfun sem flugfreyjur.

British Airways tapar milljónum punda á degi hverjum. Til þess að reyna að snúa því við ætlaði stjórn félagsins að gera breytingar á kjörum og vaktafyrirkomulagi.

Það vildu flugfreyjurnar ekki sætta sig við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×