Erlent

Hundrað handteknir á Hróarskeldu

á hátíðinni Í kringum 75 þúsund manns skemmtu sér á hátíðinni um helgina þegar mest var. nordicphotos/afp
á hátíðinni Í kringum 75 þúsund manns skemmtu sér á hátíðinni um helgina þegar mest var. nordicphotos/afp
Hróarskelduhátíðin þykir hafa farið friðsamlega fram í ár þrátt fyrir að lögregla hafi handtekið tvöfalt fleiri en í fyrra.

Alls 97 manns voru handteknir á hátíðinni sem lauk á sunnudagskvöldið. Það er um fimmtíu fleiri en handteknir voru á hátíðinni í fyrra. Að sögn lögreglu er það þó vegna aukins eftirlits með þjófnaði og fólki sem svindli sér inn á hátíðina. Flestar handtökurnar voru vegna slíkra mála, en eingöngu tvær handtökur voru vegna alvarlegra mála. Annars vegar var um að ræða tilraun til nauðgunar og hins vegar slagsmál tveggja manna sem enduðu með því að annar þeirra hlaut grunnt stungusár.

Að sögn lögreglu var talsvert minna um hörð fíkniefni nú en undanfarin ár. Svipað magn af maríjúana hafi verið haldlagt en mun minna af kókaíni, E-töflum og LSD.

Alls 71 þúsund miðar seldust á hátíðina auk þess sem fjögur þúsund miðar seldust á stök kvöld. Langflestir gestanna, eða um 70 þúsund, gistu á tjaldsvæði hátíðarinnar. - þeb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×