Erlent

Segir ESB geta leikið stærra hlutverk á Gaza

Bernhard Kouchner utanríkisráðherra Frakklands segir að ESB geti leikið stærra hlutverk í deilunni um flutninga á hjálpargögnum til Gaza svæðisins.

Kouchner hvetur Ísraela til þess að leyfa alþjóðlega rannsókn á árásinni á skipalestina til Gaza í síðustu viku en því hafa Ísraelsmenn hafnað.

Hann segir ennfremur að ESB sé reiðubúið til þess að kanna farm skipa á leið til Gaza og sjá þannig um að það séu hjálpargögn en ekki vopna sem berist íbúum svæðisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×