Erlent

Vilja koma í veg fyrir hrun

Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna.

Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill auka gagnsæi og setja fram hertar kröfur um eiginfjárstöðu fjármálafyrirtækja.

Fjármálaráðherrar tuttugu stærstu iðnríkja heims funduðu um framtíð fjármálamarkaða í Suður-Kóreu um helgina og stilltu saman strengi sína fyrir leiðtogafund iðnríkjanna í Kanada síðar í mánuðinum.

Breska dagblaðið Telegraph segir reiknað með að á fundinum verði efnahagsmál Evrópu í brennidepli og forvarnir ræddar til að koma í veg fyrir að lönd lendi í alvarlegum skuldavanda. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×