Lífið

Pétur Jóhann vill Jón Gnarr í Fjörðinn

Pétur Jóhann og Jón Gnarr léku eitt eftirminnilegasta sjónvarpspar seinni tíma, þá Ólaf Ragnar og Georg Bjarnfreðarson.
Pétur Jóhann og Jón Gnarr léku eitt eftirminnilegasta sjónvarpspar seinni tíma, þá Ólaf Ragnar og Georg Bjarnfreðarson.

„Mér líst bara vel á þetta, ég bý náttúrlega í Hafnarfirði þannig að þetta kemur mér í sjálfu sér ekkert við,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon. Hann sá það fyrir að Besta flokknum myndi ganga jafnvel og raun bar vitni því það sé einfaldlega í eðli Jóns að gera hlutina af fullum krafti, alltaf.

Jón Gnarr sest í borgarstjórastólinn þann 15.júní og það kemur Pétri Jóhanni ekkert ofsalega mikið á óvart. „Jón langaði einu sinni í myndavél þegar við vorum að gera vaktarseríurnar. Hann meðhöndlaði allar myndavélar sem hann komst í, hjá tökuliðinu, búningafólkinu. Og spurði alla hver væri besta myndavélin. Þegar hann svo loksins fékk sér myndavél sjálfur þá var hún auðvitað langflottust,“ útskýrir Pétur og bætir við að hið sama hafi átt við þegar verðandi borgarstjóri uppgötvaði að Bjarkarlundur, hótelið þar sem Dagvaktin var tekinn upp, væri netlaus.

„Hann linnti ekki látum fyrr en að það var komið netsamband.“

Pétur og Jón léku sennilega eitt eftirminnilegasta sjónvarpspar Íslandssögunnar, hnakkann Ólaf Ragnar og sérvitringinnn Georg Bjarnfreðarson. Ein af eftirminnilegustu senum þáttaraðanna er án nokkurs vafa þegar Georg les yfir hausamótunum á Ólafi fyrir að hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn gegn pizzum og bjór. Pétur Jóhann segist óska þess að Jón Gnarri fari með Besta flokkinn í útrás um allt land. „Hann væri allavega fínn bæjarstjóri Hafnarfirði, kannski bara sem landsstjóri yfir öllu landinu.“-fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.