Erlent

Fjórtán létust í rútuslysi

Frá slysstað
Frá slysstað Mynd/AFP
Að minnsta kosti fjórtán létu lífið og tólf slösuðust í Albaníu þegar rúta keyrði útaf fjallvegi í norðurhluta landsins og féll tugi metra ofan í gljúfur. Nokkrir þeirra sem slösuðust eru enn í lífshættu og því ekki útilokað að tala látinna kunni að hækka.

Mikil úrkoma hefur verið á svæðinu þar sem slysið átti sér stað en stjórnvöld í Albaníu hafa lýst yfir þjóðarsorg í dag vegna slyssins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×