Innlent

Fiskflutningabíl valt - ökumaðurinn slapp með skrámur

Mynd/Pjetur

Ökumaður á stórum fiskflutningabíl með tengivagni, slapp með skrámur þegar vindhviða feykti vagninum á hliðina út fyrir veg og dró bílinn með sér, skammt fyrir austan Ólafsvík á sjötta tímanum í morgun.

Ökumenn á nálægum flutningabílum komu manninum til hjálpar, en kallað var á slökkvilið Ólafsvíkur til öryggis, ef þurft hefði að beita klippum við að ná ökumanninum úr flakinu. Lítill sem engin farmur var í tengivagninum og verður hann og bíllinn hífðir upp á veginn í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×