Handbolti

Róbert bætti fimmtán ára markamet Geirs Sveinssonar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Róbert Gunnarsson lék frábærlega á EM í Austurríki.
Róbert Gunnarsson lék frábærlega á EM í Austurríki. Mynd/DIENER
Róbert Gunnarsson bætti fimmtán ára markamet Geir Sveinssonar þegar hann skoraði 6 mörk úr 6 skotum á móti Póllandi í leiknum um þriðja sætið á Evrópumótinu í Austurríki.

Róbert skoraði þar með 33 mörk í 8 leikjum á mótinu og varð fyrstu íslenski línumaðurinn sem skorað meira en fjögur mörk að meðaltali í leik á stórmóti.

Róbert bætti með því met Geirs Sveinssonar frá HM á Íslandi 1995 en Geir komst þá í úrvalslið mótsins eftir að hann skoraði 28 mörk í 7 leikjum eða 4 mörk að meðaltali í leik.

Róbert bætti sinn persónulega árangur um 0,3 mörk í leik en hann hafði mest skorað 3,8 mörk að meðaltali á HM í Túnis fyrir fimm árum síðan.

Flest mörk að meðaltali hjá íslenskum línumönnum á stórmótum:

4,1 Róbert Gunnarsson á EM 2010 (33/8)

4,0 Geir Sveinsson á HM 1995 (28/7)

3,9 Sigfús Sigurðsson á EM 2002 (31/8)

3,8 Róbert Gunnarsson á HM 2005 (19/5)

3,7 Þorgils Óttar Matthiesen á ÓL 1988 (22/6)

3,5 Róbert Gunnarsson á EM 2006 (21/6)

3,3 Björgvin Björgvinsson á HM 1974 (10/3)

3,3 Björgvin Björgvinsson á HM 1978 (10/3)

3,2 Sigfús Sigurðsson á ÓL 2004 (19/6)

3,1 Geir Sveinsson á HM 1997 (28/9)

3,0 Geir Sveinsson á HM 1993 (21/7)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×