Erlent

Tvöfaldaðist frá einkavæðingu

Rafmagnsverð hefur tvöfaldast í Danmörku frá því að verslun með rafmagn var gefin frjáls árið 1998.

Þetta kemur fram í svari danska umhverfis- og orkumálaráðuneytisins við spurningu þingmannsins Per Clausen, að því er skýrt er frá í dönskum fjölmiðlum í gær.

Stórnotendur rafmagns hafa reyndar aðeins mátt þola 67 prósenta hækkun, en smærri notendur, einkum einstaklingar og fjölskyldur, þurfa að greiða 107 prósentum hærra fyrir rafmagnið nú en fyrir tólf árum.

- gb








Fleiri fréttir

Sjá meira


×