Áhyggjur af niðurskurði Steina Þórey Ragnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2010 06:00 Það er með ólíkindum að niðurskurðarhnífurinn virðist enn ætla að bitna á stofnun eins og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS), sem hefur náð að spara ár fyrir ár og héldum við í sakleysi okkar að ekki þyrfti að höggva svo mikið skarð í þjónustuna. En nei, þar sem við höfum verið dugleg að hlýða þá er okkur sagt að vera enn duglegri. Ekki á bara að spara á HSS heldur á flestum öðrum stofnunum landsins. Þetta er aðför að landsbyggðinni á meðan stjórnvöld tala um að efla menntun og menningu þar. Hvernig er það hægt þegar leggja á niður sjúkrahúsþjónustu á þessum stöðum, þá er ekki lengur þörf fyrir menntað fólk á þeirra sviði og er mikil hætta á því að fólk flyst úr landi til þess að fá vinnu við sitt fag. Þessi aðför verður bara til þess að fólk flytjist úr landi og hver á þá að borga skuldirnar? Þar sem tilfinningin er að þessi niðurskurður er notaður sem blóraböggull til þess að gera aðsúg að landsbyggðastofnunum, þá sér maður ekki sparnaðinn. Það er alltaf verið að tala um það að það sé svo stutt fyrir okkur Suðurnesjamenn að fara til Reykjavíkur en ég vil benda á að það er alveg jafnlangt fyrir höfuðborgarbúa að koma til Reykjanesbæjar. Við erum með þessar nýju og flottu skurðstofur sem nú safna ryki á meðan hátæknisjúkrahús er enn á teikniborðinu, sem ég get ekki skilið að við höfum efni á næstu árin. Af hverju ekki að nýta það sem til er í landinu? Hvað varðar fæðingarþjónustuna þá eru það ekki góð vísindi að skella öllum fæðandi konum inn á hátæknisjúkrahús heldur sýna rannsóknir að konum í eðlilegu ferli gengur best ef góð samfella er við ljósmæður þeirra og þær eru í sínu umhverfi með ljósmæðrum sem þær þekkja. Það eru minni líkur á keisaraskurðum, inngripum og árangursríkari brjóstagjöf svo eitthvað sé nefnt. Það er nefnilega þannig að hormónabúskapur konunnar vinnur best ef henni líður vel og þá eru meiri líkur á að fæðing hennar gangi vel. Auðvitað verðum við að hafa fæðingardeild á hátæknisjúkrahúsi, þar er gott starfsfólk sem er að gera frábæra hluti en það er líka verið að gera frábæra hluti úti á landi og konur vilja fæða í sinni heimabyggð. Hvert er öryggi þjónustunnar að allar konur eiga að fæða á Landspítalanum í skjóli niðurskurðar ef ekki er hægt að sinna þeim vegna manneklu og plássleysis. Á þá að bæta við starfsfólki þar og gera breytingar á húsnæði? Hver er þá sparnaðurinn þegar þessi aðstaða og starfsfólk er fyrir hendi t.d. á Selfossi og í Keflavík? Í nýlegri grein í Fréttablaðinu eftir Dr. Birgit Toebes kemur fram að það eru mannréttindi að konur fái viðeigandi þjónustu í sambandi við barneignaferlið í þeirra nánasta umhverfi. Það er það sem ég vil halda áfram að gera, að taka á móti nýjum Suðurnesjabúum í heimabyggð. Auðvitað veit ég að við (Íslendingar) fórum á hausinn haustið 2008 en fólk hefur komið með aðrar tillögur en þær að rústa velferðarkerfinu okkar í þeirri mynd sem við þekkjum, t.d. að taka skatta af lífeyrissjóðsgreiðslunum strax og fá peninga inn í kerfið án þess að almenningur verði þess svo mikið var. Einnig mættu stjórnvöld skoða ýmis gæluverkefni bæði hérlendis og erlendis. Byrjað var að hækka skatta og gott og vel, maður hefur lagt sitt fram með því til þess að reisa Ísland við en það virðist ekki duga, heldur mun stefna í að ég sem er skattgreiðandi ásamt öllum hinum starfsmönnunum á heilbrigðisstofnunum um land allt muni ekki borga skatta í kassann heldur verðum við þiggjendur úr honum! Ég get ekki séð að það sé mikill sparnaður í því. Ég hélt að þeir sem væru við stjórn í landinu núna væru að vinna fyrir hinn vinnandi mann en ekki sést það á þessum ákvarðanatökum og segi ég bara gangi þeim vel að fá atkvæði þegar næstu kosningar koma, ef það verða þá einhverjir kjósendur eftir á landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er með ólíkindum að niðurskurðarhnífurinn virðist enn ætla að bitna á stofnun eins og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS), sem hefur náð að spara ár fyrir ár og héldum við í sakleysi okkar að ekki þyrfti að höggva svo mikið skarð í þjónustuna. En nei, þar sem við höfum verið dugleg að hlýða þá er okkur sagt að vera enn duglegri. Ekki á bara að spara á HSS heldur á flestum öðrum stofnunum landsins. Þetta er aðför að landsbyggðinni á meðan stjórnvöld tala um að efla menntun og menningu þar. Hvernig er það hægt þegar leggja á niður sjúkrahúsþjónustu á þessum stöðum, þá er ekki lengur þörf fyrir menntað fólk á þeirra sviði og er mikil hætta á því að fólk flyst úr landi til þess að fá vinnu við sitt fag. Þessi aðför verður bara til þess að fólk flytjist úr landi og hver á þá að borga skuldirnar? Þar sem tilfinningin er að þessi niðurskurður er notaður sem blóraböggull til þess að gera aðsúg að landsbyggðastofnunum, þá sér maður ekki sparnaðinn. Það er alltaf verið að tala um það að það sé svo stutt fyrir okkur Suðurnesjamenn að fara til Reykjavíkur en ég vil benda á að það er alveg jafnlangt fyrir höfuðborgarbúa að koma til Reykjanesbæjar. Við erum með þessar nýju og flottu skurðstofur sem nú safna ryki á meðan hátæknisjúkrahús er enn á teikniborðinu, sem ég get ekki skilið að við höfum efni á næstu árin. Af hverju ekki að nýta það sem til er í landinu? Hvað varðar fæðingarþjónustuna þá eru það ekki góð vísindi að skella öllum fæðandi konum inn á hátæknisjúkrahús heldur sýna rannsóknir að konum í eðlilegu ferli gengur best ef góð samfella er við ljósmæður þeirra og þær eru í sínu umhverfi með ljósmæðrum sem þær þekkja. Það eru minni líkur á keisaraskurðum, inngripum og árangursríkari brjóstagjöf svo eitthvað sé nefnt. Það er nefnilega þannig að hormónabúskapur konunnar vinnur best ef henni líður vel og þá eru meiri líkur á að fæðing hennar gangi vel. Auðvitað verðum við að hafa fæðingardeild á hátæknisjúkrahúsi, þar er gott starfsfólk sem er að gera frábæra hluti en það er líka verið að gera frábæra hluti úti á landi og konur vilja fæða í sinni heimabyggð. Hvert er öryggi þjónustunnar að allar konur eiga að fæða á Landspítalanum í skjóli niðurskurðar ef ekki er hægt að sinna þeim vegna manneklu og plássleysis. Á þá að bæta við starfsfólki þar og gera breytingar á húsnæði? Hver er þá sparnaðurinn þegar þessi aðstaða og starfsfólk er fyrir hendi t.d. á Selfossi og í Keflavík? Í nýlegri grein í Fréttablaðinu eftir Dr. Birgit Toebes kemur fram að það eru mannréttindi að konur fái viðeigandi þjónustu í sambandi við barneignaferlið í þeirra nánasta umhverfi. Það er það sem ég vil halda áfram að gera, að taka á móti nýjum Suðurnesjabúum í heimabyggð. Auðvitað veit ég að við (Íslendingar) fórum á hausinn haustið 2008 en fólk hefur komið með aðrar tillögur en þær að rústa velferðarkerfinu okkar í þeirri mynd sem við þekkjum, t.d. að taka skatta af lífeyrissjóðsgreiðslunum strax og fá peninga inn í kerfið án þess að almenningur verði þess svo mikið var. Einnig mættu stjórnvöld skoða ýmis gæluverkefni bæði hérlendis og erlendis. Byrjað var að hækka skatta og gott og vel, maður hefur lagt sitt fram með því til þess að reisa Ísland við en það virðist ekki duga, heldur mun stefna í að ég sem er skattgreiðandi ásamt öllum hinum starfsmönnunum á heilbrigðisstofnunum um land allt muni ekki borga skatta í kassann heldur verðum við þiggjendur úr honum! Ég get ekki séð að það sé mikill sparnaður í því. Ég hélt að þeir sem væru við stjórn í landinu núna væru að vinna fyrir hinn vinnandi mann en ekki sést það á þessum ákvarðanatökum og segi ég bara gangi þeim vel að fá atkvæði þegar næstu kosningar koma, ef það verða þá einhverjir kjósendur eftir á landinu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun