Skoðun

Úr vöndu er að ráða – 523 í framboði

Lára Óskarsdóttir skrifar

Erla Sigurðardóttir veltir fyrir sér, í grein sinni „Er stjórnlagaþing ópíum fólksins"?, sem birtist í Fréttablaðinu 22. október, hvernig vinnan á væntanlegu Stjórnlagaþingi muni fara fram. Greinin er góð lesning og kveikir upp spurningar eins og hvort Stjórnlagaþing sé yfir höfuð framkvæmanlegt.

Erla segist hafa velt fyrir sér að fara í framboð en ákveðið að etja sjálfri sér ekki út í foraðið eins og hún orðar það. Ég ætla aftur á móti að gera það. Og ef þú lesandi góður ætlar á kjörstað þá þarftu að íhuga hvað það fólk sem þú munt styðja inn á þingið hafi til að bera.

Á Stjórnlagaþing þarf að veljast fólk sem getur:

Hlustað

Látið sig málin varða, málanna vegna

Hugsað í lausnum en ekki í stöðgri gagnrýni á aðra

Virt skoðanir annarra

Metið mannréttindi ofar öllu

Komið fyrir sig orði

Sýnt af sér hógværð og heiðarleg vinnubrögð

Ég býð mig fram vegna þess ég tel mig geta staðið undir væntingum þeirra sem hafa það að markmiði að velja slíkan hóp inn á þingið. Verkefni stjórnlagaþingsins verður að vinna áfram með þau mál sem þjóðþingið 06. nóv. mun koma fram með. Ræða í þaula okkar góðu stjórnarskrá og koma með tillögur til Alþingis sem taka mið af þverskurði þjóðarinnar. Þess vegna óska ég eftir stuðningi þínum kæri lesandi, þann 27. nóvember, þannig tryggir þú rödd hins almenna borgara á Stjórnlagaþinginu.






Skoðun

Skoðun

Stöðvum hel­víti á jörðu

Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Sjá meira


×