Innlent

Niðurskurðurinn bitnar ekki á öryggi sjúklinganna

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Þrátt fyrir að dregið hafi úr þjónustu á Barnaspítala Hringsins vegna niðurskurðar bitnar það ekki á öryggi sjúklinganna. Þetta fullyrðir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans.

Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að foreldrar tæplega þriggja ára stúlku sem glímir við lífshættulegan taugahrörnunarsjúkdóm, segjast ekki treysta sér til að hafa telpuna á Barnaspítala Hringsins þar sem manneklan er mikil og þjónustan skert. Stúlkan þurfti til að mynda að bíða í um klukkustund eftir verkjalyfjum sínum vegna anna starfsfólksins.

Á síðustu tveimur árum hefur spítalinn skorið niður um 17% og um starfsfólki spítalans fækkaði um 200 á síðasta ári. Jón Hilmar Friðriksson, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans, segir niðurskurðinn þó ekki bitna á öryggi sjúklinganna þó vissulega hafi dregið úr þjónustu vegna hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×