Ánægja foreldra grunnskólabarna eykst á milli ára 10. mars 2010 14:42 Niðurstöður viðhorfskönnunar meðal foreldra grunnskólabarna í Reykjavík sýna vaxandi ánægju þeirra með skólann. Í tilkynningu frá borginni segir að mikill meirihluti foreldra í borginni, eða 84 prósent, séu ánægð með skólann sem barnið þeirra er í og er það aukning um sex prósentustig frá árinu 2008 þegar síðast var gerð slík viðhorfskönnun. „Um 90% telja að börnum þeirra líði oftast vel í skólanum, hvort heldur er í kennslustundum eða frímínútum." Ánægja með aðbúnað og aðstöðu í grunnskólum er svipuð milli ára, en eykst þó töluvert þegar spurt er um leikaðstöðu á skólalóð og möguleika barnsins á tómstundaiðkun að loknum skóladegi. „Þá eru foreldrar ánægðari nú en fyrir tveimur árum með aðstæður barna sinna til að matast í skólanum svo og með þann mat sem boðið er upp á í mötuneytum skólanna, eða um tæp sjötíu af hundraði. 84% grunnskólabarna í borginni nýta sér daglega heita máltíð í skólanum í hádeginu og telja 90% foreldra verð á skólamáltíðum sanngjarnt." Kannanir á borð við þessa hafa verið gerðar sex sinnum frá árinu 2000 meðal foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. „Þær gefa góðar vísbendingar um kröfur foreldra til innra starfs og aðbúnaðar í skólunum og hvernig koma megi til móts við þær. Kannanirnar leiða m.a. í ljós að hlutfall foreldra sem telur hæfilegar námskröfur gerðar til barna sinna hefur hækkað frá árinu 2000 úr 67% í 81% og að sá hópur foreldra stækkar sem er ánægður með áherslur grunnskólanna á próf, aga og heimavinnu," segir ennfremur. Þá segir að nýjar spurningar hafi að þessu sinni verið lagðar fyrir foreldra um kennslu í fjórum námsgreinum, afstöðu til heimanáms og fleira. „Þær leiddu m.a. í ljós að meira en áttatíu af hundraði foreldra eru ánægðir með kennslu í lestri og íslensku, 74% með stærðfræðikennsluna og 70% með kennslu í erlendum tungumálum. 11% foreldra eru alfarið á móti heimanámi í grunnskólum, en 84% foreldra vilja heimanám í öllum greinum og er stuðningur þeirra mestur við heimavinnu nemenda á unglingastigi." Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Sjá meira
Niðurstöður viðhorfskönnunar meðal foreldra grunnskólabarna í Reykjavík sýna vaxandi ánægju þeirra með skólann. Í tilkynningu frá borginni segir að mikill meirihluti foreldra í borginni, eða 84 prósent, séu ánægð með skólann sem barnið þeirra er í og er það aukning um sex prósentustig frá árinu 2008 þegar síðast var gerð slík viðhorfskönnun. „Um 90% telja að börnum þeirra líði oftast vel í skólanum, hvort heldur er í kennslustundum eða frímínútum." Ánægja með aðbúnað og aðstöðu í grunnskólum er svipuð milli ára, en eykst þó töluvert þegar spurt er um leikaðstöðu á skólalóð og möguleika barnsins á tómstundaiðkun að loknum skóladegi. „Þá eru foreldrar ánægðari nú en fyrir tveimur árum með aðstæður barna sinna til að matast í skólanum svo og með þann mat sem boðið er upp á í mötuneytum skólanna, eða um tæp sjötíu af hundraði. 84% grunnskólabarna í borginni nýta sér daglega heita máltíð í skólanum í hádeginu og telja 90% foreldra verð á skólamáltíðum sanngjarnt." Kannanir á borð við þessa hafa verið gerðar sex sinnum frá árinu 2000 meðal foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. „Þær gefa góðar vísbendingar um kröfur foreldra til innra starfs og aðbúnaðar í skólunum og hvernig koma megi til móts við þær. Kannanirnar leiða m.a. í ljós að hlutfall foreldra sem telur hæfilegar námskröfur gerðar til barna sinna hefur hækkað frá árinu 2000 úr 67% í 81% og að sá hópur foreldra stækkar sem er ánægður með áherslur grunnskólanna á próf, aga og heimavinnu," segir ennfremur. Þá segir að nýjar spurningar hafi að þessu sinni verið lagðar fyrir foreldra um kennslu í fjórum námsgreinum, afstöðu til heimanáms og fleira. „Þær leiddu m.a. í ljós að meira en áttatíu af hundraði foreldra eru ánægðir með kennslu í lestri og íslensku, 74% með stærðfræðikennsluna og 70% með kennslu í erlendum tungumálum. 11% foreldra eru alfarið á móti heimanámi í grunnskólum, en 84% foreldra vilja heimanám í öllum greinum og er stuðningur þeirra mestur við heimavinnu nemenda á unglingastigi."
Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Sjá meira