Erlent

María mey birtist í Bosníu

Vatikanið í Róm hefur hafið formlega rannsókn í Bosníu en þar virðist sem María mey hafi birst ítrekað í kirkju einni í suðurhluta landsins. Fyrst sást til Maríu á þessum slóðum árið 1981 þegar hópur unglinga sagði frá því að þau hefðu oft séð Maríu í kirkjunni.

Vatíkanið hefur verið tregt til þess að staðfesta söguna sem kraftaverk en þrátt fyrir það hafa um 30 milljónir manna heimsótt kirkjuna á þeim tíma sem liðinn er. En nú á að taka af skarið og skera úr um hvort María láti í raun sjá sig í Bosníu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×