Erlent

Víst hittum við

Óli Tynes skrifar

Breska herstjórnin segir að eldflaug sem varð tólf óbreyttum borgurum að bana í Afganistan í síðustu viku hafi hitt beint á skotmark sitt.

Upphaflega var talið að flaugin hefði lent 300 metrum frá skotmarki sínu og var notkun flauga af þessari tegund hætt.

Nick Carter hershöfðingi segir að nú hafi komið í ljós að flaugin hitti beint í mark og notkun því leyfð á nýjan leik.

Í frétt Sky fréttastofunnar af þessu er ekkert sagt um hversvegna tólf óbreyttir borgarar fórust þá í árásinni.

Verður líklega að gera því skóna að þeir hafi verið í röngu húsi á röngun tíma. Varla hefur verið ætlunin að drepa fólkið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×