Erlent

Salernisskál seldist fyrir 1,8 milljónir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Salerni sem John Lennon, söngvari Bítlanna, notaði hefur verið selt fyrir 9500 sterlingspund á uppboði í Liverpool. Upphæðin samsvarar um 1,8 milljónum króna.

Söngvarinn notaði salernið á árunum 1969 - 1972. Salernið er úr postulíni. Lennon gaf félaga sínum, John Hancock það og bauð honum að nota það sem blómapott eftir að hann hafði fengið sér nýtt salerni.

BBC fréttastofan segir að búist hafi verið við því að salernið myndi fara á um það bil 1000 pund en lukkulegur Bítlaaðdáandi var tilbúinn til að gefa gott betur en það fyrir gripinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×