Erlent

Átök í klúbbhúsi Bandidos

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mynd/ afp.
Mynd/ afp.
Til vopnaskaks kom í klúbbhúsi Bandidos glæpasamtakanna í Osló í Noregi í kvöld. Þar beittu menn byssum og lögreglumenn sem höfðu afskipti af genginu voru líka vopnaðir byssum.

Einn var fluttur burt í sjúkrabíl og annar særðist minna, segir fréttamaður norska blaðsins Aftenposten sem er á staðnum. Atvikið átti sér stað laust eftir klukkan átta að staðartíma sem er klukkan sex að íslenskum tíma.

Að minnsta kosti tveimur skotum var hleypt af og einn maður var laminn með kylfu, segir varðstjóri við netútgáfu VG í Noregi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×