Hamilton vann í viðburðarríkri keppni Gunnlaugur Rögnvaldsson skrifar 29. ágúst 2010 15:28 Lewis Hamilton fagnar sigri á Spa brautinni í dag. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton á McLaren tók forystu í stigamóti ökumanna með sigri á Spa-brautinni í Belgíu í dag. Hann varð á undan Mark Webber á Red Bull, en Robert Kubica varð þriðji. Webber var fremstur á ráslínu, en mistókst í startinu og missti nokkra ökumenn framúr sér á meðan Hamilton tók forystu. Hann ók af miklu öryggi, nema hvað hann gerði mistök þegar rigna fór undir lok keppninnar. Þá skautaði hann útaf í malargryfju, en hélt ró sinni og náði inn á brautina aftur án þess að tapa fyrsta sætinu. Kubica klúðraði öðru sætinu í þjónustuhléi, þegar hann keyrði út fyrir afmarkað svæði hjá þjónustumönnum sínum og tapaði þannig nokkrum sekúndum. Webber sem var á eftir honum nýtti sér það og skaust framúr á þjónustusvæðinu. Tryggði sér þannig dýrmæt stig með því að krækja í annað sætið. Áður hafði gengið á ýmsu. Sebastian Vettel var í mikilli keppni um annað sætið við Jenson Button, en missti bílinn upp í hliðarskrið þegar hann reyndi framúrakstur. Vettel skall á Button, sem varð að hætta vegna skemmda á McLaren bílnum. Vettel náði að halda áfram, en fékk akstursvíti og skemmdi svo dekk í árekstri seinna í mótinu og komst ekki í stigasæti né heldur Fernando Alonso, einn fimmmenninganna sem eru í titilslagnum. Rubens Barrichello keyrði aftan á Alonso og féll úr leik, en Alonso slapp með skrekkinn en þurfti auka þjónustuhlé. Seinna í keppninni snerist Alonso á votum kanti og endaði út í öryggisvegg og inn á brautina aftur og féll úr leik. Öryggisbíllinn var kallaður út og hópurinn þéttist með Hamilton á undan Webber og Kubica. Staðan breyttist ekkert þegar keppnin var endurræst og Hamilton fagnaði sigrinum vel. Sagði hann eins og fyrsta sigurinn tilfinninglega þegar hann var kominn í endamark gegnum talkerfið. Lokastaðan1. Hamilton McLaren-Mercedes 1,29m04.268s 2. Webber Red Bull-Renault +1.571 3. Kubica Renault +3.493 4. Massa Ferrari +8.264 5. Sutil Force India-Mercedes +9.094 6. Rosberg Mercedes +12.359 7. Schumacher Mercedes +15.548 8. Kobayashi Sauber-Ferrari +16.678 9. Petrov Renault +23.851 10. Alguersuari Toro Rosso-Ferrari +29.457 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton á McLaren tók forystu í stigamóti ökumanna með sigri á Spa-brautinni í Belgíu í dag. Hann varð á undan Mark Webber á Red Bull, en Robert Kubica varð þriðji. Webber var fremstur á ráslínu, en mistókst í startinu og missti nokkra ökumenn framúr sér á meðan Hamilton tók forystu. Hann ók af miklu öryggi, nema hvað hann gerði mistök þegar rigna fór undir lok keppninnar. Þá skautaði hann útaf í malargryfju, en hélt ró sinni og náði inn á brautina aftur án þess að tapa fyrsta sætinu. Kubica klúðraði öðru sætinu í þjónustuhléi, þegar hann keyrði út fyrir afmarkað svæði hjá þjónustumönnum sínum og tapaði þannig nokkrum sekúndum. Webber sem var á eftir honum nýtti sér það og skaust framúr á þjónustusvæðinu. Tryggði sér þannig dýrmæt stig með því að krækja í annað sætið. Áður hafði gengið á ýmsu. Sebastian Vettel var í mikilli keppni um annað sætið við Jenson Button, en missti bílinn upp í hliðarskrið þegar hann reyndi framúrakstur. Vettel skall á Button, sem varð að hætta vegna skemmda á McLaren bílnum. Vettel náði að halda áfram, en fékk akstursvíti og skemmdi svo dekk í árekstri seinna í mótinu og komst ekki í stigasæti né heldur Fernando Alonso, einn fimmmenninganna sem eru í titilslagnum. Rubens Barrichello keyrði aftan á Alonso og féll úr leik, en Alonso slapp með skrekkinn en þurfti auka þjónustuhlé. Seinna í keppninni snerist Alonso á votum kanti og endaði út í öryggisvegg og inn á brautina aftur og féll úr leik. Öryggisbíllinn var kallaður út og hópurinn þéttist með Hamilton á undan Webber og Kubica. Staðan breyttist ekkert þegar keppnin var endurræst og Hamilton fagnaði sigrinum vel. Sagði hann eins og fyrsta sigurinn tilfinninglega þegar hann var kominn í endamark gegnum talkerfið. Lokastaðan1. Hamilton McLaren-Mercedes 1,29m04.268s 2. Webber Red Bull-Renault +1.571 3. Kubica Renault +3.493 4. Massa Ferrari +8.264 5. Sutil Force India-Mercedes +9.094 6. Rosberg Mercedes +12.359 7. Schumacher Mercedes +15.548 8. Kobayashi Sauber-Ferrari +16.678 9. Petrov Renault +23.851 10. Alguersuari Toro Rosso-Ferrari +29.457
Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira