Hamilton vann í viðburðarríkri keppni Gunnlaugur Rögnvaldsson skrifar 29. ágúst 2010 15:28 Lewis Hamilton fagnar sigri á Spa brautinni í dag. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton á McLaren tók forystu í stigamóti ökumanna með sigri á Spa-brautinni í Belgíu í dag. Hann varð á undan Mark Webber á Red Bull, en Robert Kubica varð þriðji. Webber var fremstur á ráslínu, en mistókst í startinu og missti nokkra ökumenn framúr sér á meðan Hamilton tók forystu. Hann ók af miklu öryggi, nema hvað hann gerði mistök þegar rigna fór undir lok keppninnar. Þá skautaði hann útaf í malargryfju, en hélt ró sinni og náði inn á brautina aftur án þess að tapa fyrsta sætinu. Kubica klúðraði öðru sætinu í þjónustuhléi, þegar hann keyrði út fyrir afmarkað svæði hjá þjónustumönnum sínum og tapaði þannig nokkrum sekúndum. Webber sem var á eftir honum nýtti sér það og skaust framúr á þjónustusvæðinu. Tryggði sér þannig dýrmæt stig með því að krækja í annað sætið. Áður hafði gengið á ýmsu. Sebastian Vettel var í mikilli keppni um annað sætið við Jenson Button, en missti bílinn upp í hliðarskrið þegar hann reyndi framúrakstur. Vettel skall á Button, sem varð að hætta vegna skemmda á McLaren bílnum. Vettel náði að halda áfram, en fékk akstursvíti og skemmdi svo dekk í árekstri seinna í mótinu og komst ekki í stigasæti né heldur Fernando Alonso, einn fimmmenninganna sem eru í titilslagnum. Rubens Barrichello keyrði aftan á Alonso og féll úr leik, en Alonso slapp með skrekkinn en þurfti auka þjónustuhlé. Seinna í keppninni snerist Alonso á votum kanti og endaði út í öryggisvegg og inn á brautina aftur og féll úr leik. Öryggisbíllinn var kallaður út og hópurinn þéttist með Hamilton á undan Webber og Kubica. Staðan breyttist ekkert þegar keppnin var endurræst og Hamilton fagnaði sigrinum vel. Sagði hann eins og fyrsta sigurinn tilfinninglega þegar hann var kominn í endamark gegnum talkerfið. Lokastaðan1. Hamilton McLaren-Mercedes 1,29m04.268s 2. Webber Red Bull-Renault +1.571 3. Kubica Renault +3.493 4. Massa Ferrari +8.264 5. Sutil Force India-Mercedes +9.094 6. Rosberg Mercedes +12.359 7. Schumacher Mercedes +15.548 8. Kobayashi Sauber-Ferrari +16.678 9. Petrov Renault +23.851 10. Alguersuari Toro Rosso-Ferrari +29.457 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton á McLaren tók forystu í stigamóti ökumanna með sigri á Spa-brautinni í Belgíu í dag. Hann varð á undan Mark Webber á Red Bull, en Robert Kubica varð þriðji. Webber var fremstur á ráslínu, en mistókst í startinu og missti nokkra ökumenn framúr sér á meðan Hamilton tók forystu. Hann ók af miklu öryggi, nema hvað hann gerði mistök þegar rigna fór undir lok keppninnar. Þá skautaði hann útaf í malargryfju, en hélt ró sinni og náði inn á brautina aftur án þess að tapa fyrsta sætinu. Kubica klúðraði öðru sætinu í þjónustuhléi, þegar hann keyrði út fyrir afmarkað svæði hjá þjónustumönnum sínum og tapaði þannig nokkrum sekúndum. Webber sem var á eftir honum nýtti sér það og skaust framúr á þjónustusvæðinu. Tryggði sér þannig dýrmæt stig með því að krækja í annað sætið. Áður hafði gengið á ýmsu. Sebastian Vettel var í mikilli keppni um annað sætið við Jenson Button, en missti bílinn upp í hliðarskrið þegar hann reyndi framúrakstur. Vettel skall á Button, sem varð að hætta vegna skemmda á McLaren bílnum. Vettel náði að halda áfram, en fékk akstursvíti og skemmdi svo dekk í árekstri seinna í mótinu og komst ekki í stigasæti né heldur Fernando Alonso, einn fimmmenninganna sem eru í titilslagnum. Rubens Barrichello keyrði aftan á Alonso og féll úr leik, en Alonso slapp með skrekkinn en þurfti auka þjónustuhlé. Seinna í keppninni snerist Alonso á votum kanti og endaði út í öryggisvegg og inn á brautina aftur og féll úr leik. Öryggisbíllinn var kallaður út og hópurinn þéttist með Hamilton á undan Webber og Kubica. Staðan breyttist ekkert þegar keppnin var endurræst og Hamilton fagnaði sigrinum vel. Sagði hann eins og fyrsta sigurinn tilfinninglega þegar hann var kominn í endamark gegnum talkerfið. Lokastaðan1. Hamilton McLaren-Mercedes 1,29m04.268s 2. Webber Red Bull-Renault +1.571 3. Kubica Renault +3.493 4. Massa Ferrari +8.264 5. Sutil Force India-Mercedes +9.094 6. Rosberg Mercedes +12.359 7. Schumacher Mercedes +15.548 8. Kobayashi Sauber-Ferrari +16.678 9. Petrov Renault +23.851 10. Alguersuari Toro Rosso-Ferrari +29.457
Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira