Innlent

Stækkunarstjóri ESB: Ekki skemma fyrir Íslendingum

Tékkinn Stefan Fule tók nýverið við sem stækkunarstjóri Evrópusambandsins af Ole Rehn. Mynd/AFP
Tékkinn Stefan Fule tók nýverið við sem stækkunarstjóri Evrópusambandsins af Ole Rehn. Mynd/AFP
Stefan Fule, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, hvetur Hollendinga og Breta til að koma ekki í veg fyrir og leyfa aðildarviðræðum Íslands að Evrópusambandinu að hefjast fyrir alvöru. Þetta kom fram í máli Fule á fundi með utanríkismálanefnd Evrópuþingsins í Strassborg í gær, að fram kemur á vef Business Week.

Stækkunarstjórinn segir að Icesave málið tengist ekki hugsanlegri inngöngu Íslands í sambandið og að löndin þrjú geti rætt deilumál sín samhliða aðildarviðræðunum. Á fundinum sagðist Fule vonast til þess að viðræðurnar hefjist fljótlega og þá áréttaði hann að umsókn Íslands komi ekki til með að fá neina flýtimeðferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×