Erlent

Beðið eftir efnahagsbata

Ríkisstjórn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, hefur mokað 85 milljörðum evra, jafnvirði fimmtán þúsund milljarða króna, inn í hagkerfið til að koma því út úr kreppunni. Fréttablaðið/AP
Ríkisstjórn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, hefur mokað 85 milljörðum evra, jafnvirði fimmtán þúsund milljarða króna, inn í hagkerfið til að koma því út úr kreppunni. Fréttablaðið/AP
Þýska hagkerfið dróst saman um fimm prósent í fyrra, samkvæmt tölum hagstofunnar þar í landi sem birtar voru í gær. Samdráttur sem þessi hefur ekki sést í Þýskalandi síðan í seinni heimsstyrjöldinni á síðustu öld.

Þetta er mun snarpari samdráttur en hagfræðingar höfðu almennt reiknað með, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar, sem hefur eftir Nick Kounis, aðalhagfræðingi hjá Fortis Bank í Hollandi, að vonbrigða gæti með niðurstöðuna á fjórða ársfjórðungi í fyrra enda sýni hagvaxtartölurnar að efnahagsbatinn í þessu stærsta hagkerfi Evrópusambandsins muni láta bíða eftir sér. - jab



Fleiri fréttir

Sjá meira


×