Hreinsunarstarfið framundan Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 14. janúar 2010 06:00 Það er mannlegt að kenna öðrum um ófarir sínar. Í því ljósi kemur það ekki á óvart að meirihluti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði kennir bankahruninu um slæma fjárhagsstöðu bæjarfélagsins. En er það svo? Staða sveitarfélaga í landinu er í dag mjög misjöfn. Sum þeirra, eins og Garðabær og Seltjarnarnes, eru vel í stakk búin til að takast á við fjárhagslegar þrengingar meðan önnur geta vart fullnægt lögbundnu þjónustuhlutverki sínu. Því miður er Hafnarfjörður í hópi verst settu sveitarfélaga landsins með skuldir á íbúa nærri tvöfalt yfir landsmeðaltalinu, en skuldirnar hafa þrefaldast í meirihlutatíð Samfylkingarinnar. Af þeirri ástæðu hefur Eftirlitsnefnd sveitarfélaga óskað skýringa á því hvernig stjórnendur bæjarins hyggjast ná tökum á rekstrinum og greiða af hinum gríðarlegu háu lánum. Eigið fé bæjarins er nú neikvætt um 760 milljónir króna og hefur bæjarstjórinn boðað að endurmeta þurfi fasteignir bæjarins til að hífa upp eiginfjárstöðuna, en öðruvísi fæst ekki lán til endurfjármögnunar eldri lána. Undanfarna mánuði hafa bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og VG komið meirihluta Samfylkingar til aðstoðar við gerð fjárhagsáætlunar í þeim miklu erfiðleikum sem við blasa en mikil hagræðing og niðurskurður er óhjákvæmilegur eigi bæjarfélagið að ná að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu. Í þeirri vinnu höfum við Sjálfstæðismenn styrkst enn frekar í þeirri skoðun okkar hve gagngerrar breytingar á fjármálastjórn bæjarins er þörf og að komið sé að því að gefa Samfylkingunni frí frá meirihlutastjórnun. Í þeirri tiltekt sem framundan er skiptir sköpum hvernig haldið er á málum og þurfa stjórnmálamenn þá að hafa kjark til að taka erfiðar ákvarðanir. Ákvarðanafælni meirihluta Samfylkingarinnar í ýmsum mikilvægum og umdeildum málum hefur reynst bæjarbúum afar dýrkeypt. Ég hef mikla trú á að hægt verði að snúa við þessari þróun á fjárhagsstöðu bæjarins og að í Hafnarfirði megi halda uppi góðu samfélagi og þjónustu - en þá þurfa að koma við stjórnvölinn einstaklingar sem sýnt geta frumkvæði og áræðni og þora að hafa skoðanir í erfiðum og viðkvæmum málum. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mannlegt að kenna öðrum um ófarir sínar. Í því ljósi kemur það ekki á óvart að meirihluti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði kennir bankahruninu um slæma fjárhagsstöðu bæjarfélagsins. En er það svo? Staða sveitarfélaga í landinu er í dag mjög misjöfn. Sum þeirra, eins og Garðabær og Seltjarnarnes, eru vel í stakk búin til að takast á við fjárhagslegar þrengingar meðan önnur geta vart fullnægt lögbundnu þjónustuhlutverki sínu. Því miður er Hafnarfjörður í hópi verst settu sveitarfélaga landsins með skuldir á íbúa nærri tvöfalt yfir landsmeðaltalinu, en skuldirnar hafa þrefaldast í meirihlutatíð Samfylkingarinnar. Af þeirri ástæðu hefur Eftirlitsnefnd sveitarfélaga óskað skýringa á því hvernig stjórnendur bæjarins hyggjast ná tökum á rekstrinum og greiða af hinum gríðarlegu háu lánum. Eigið fé bæjarins er nú neikvætt um 760 milljónir króna og hefur bæjarstjórinn boðað að endurmeta þurfi fasteignir bæjarins til að hífa upp eiginfjárstöðuna, en öðruvísi fæst ekki lán til endurfjármögnunar eldri lána. Undanfarna mánuði hafa bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og VG komið meirihluta Samfylkingar til aðstoðar við gerð fjárhagsáætlunar í þeim miklu erfiðleikum sem við blasa en mikil hagræðing og niðurskurður er óhjákvæmilegur eigi bæjarfélagið að ná að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu. Í þeirri vinnu höfum við Sjálfstæðismenn styrkst enn frekar í þeirri skoðun okkar hve gagngerrar breytingar á fjármálastjórn bæjarins er þörf og að komið sé að því að gefa Samfylkingunni frí frá meirihlutastjórnun. Í þeirri tiltekt sem framundan er skiptir sköpum hvernig haldið er á málum og þurfa stjórnmálamenn þá að hafa kjark til að taka erfiðar ákvarðanir. Ákvarðanafælni meirihluta Samfylkingarinnar í ýmsum mikilvægum og umdeildum málum hefur reynst bæjarbúum afar dýrkeypt. Ég hef mikla trú á að hægt verði að snúa við þessari þróun á fjárhagsstöðu bæjarins og að í Hafnarfirði megi halda uppi góðu samfélagi og þjónustu - en þá þurfa að koma við stjórnvölinn einstaklingar sem sýnt geta frumkvæði og áræðni og þora að hafa skoðanir í erfiðum og viðkvæmum málum. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun