Er markmið bæjarstjórnar Seltjarnarness að hrekja barnafjölskyldur burt? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 12. janúar 2010 15:50 Þann 22. desember síðastliðinn var ég eins og flestir landsmenn á kafi í jólaundirbúningi og að njóta síðustu daga aðventunnar. Við fjölskyldan vorum full tilhlökkunar. Undanfarið ár hafði verið erfiðara en mörg önnur en með hagsýni og samvinnu litum við björtum augum fram á við. Hvern hefði grunað að á sama tíma, tveimur dögum fyrir jól, sat bæjarstjórn Seltjarnarness á fundi um fjárhagsáætlun bæjarins - og tók ákvörðun, með nokkrum pennastrikum að stórhækka álögur á barnafjölskyldur. Í einum vetfangi var ákveðið að hækka mataráskriftir í skólum um 45%, minnka systkinaafslátt og afslátt fyrir einstæða foreldra og námsmenn þar sem báðir foreldrar eru í námi og að afnema með öllu afslátt þar sem annað foreldri er í námi. Þar að auki var gjaldskrá skólaskjóls, tónlistarskólans og leikskólans hækkuð. Þá var ákveðið að breyta ekki útsvarsprósentu því ekki má hækka skatta á Seltjarnanesi! Þegar útgjöld fjölskyldu minnar eru tekin saman hafa mánaðarleg útgjöld okkar hjónaleysa - við sem höfum ekkert til saka unnið nema að annað okkar er í námi og við eigum þrjú börn á öllum skólastigum - hækkað um 19 þúsund krónur á mánuði, auk þess sem við fáum bakreikning vegna tónlistarnáms dóttur okkar upp á 9.910 krónur. Flestallar barnafjölskyldur þola illa svona hækkun og skerðingu á lífsgæðum sem henni fylgja, því einhvers staðar frá þurfa peningarnir til að greiða þessa skyndilegu og óvænt hækkun að koma. Eins og sjá má í töflunni er þetta 50% hækkun á útgjöldum vegna gæslu og hádegismatar barna okkar. Á vef Seltjarnarnesbæjar segir m.a. í frétt um fjárhagsáætlun bæjarins: „Með fjárhagsáætluninni er forgangsraðað í þágu velferðar, áhersla er á að standa vörð um velferð íbúanna með þarfir barna og ungmenna í forgrunni" ... „Almennt er gert ráð fyrir að gjaldskrár hækki sem nemur verðlagshækkunum frá 1. janúar 2010." Á vef Seðlabankans er verðbólga 7,5% - ekki 50% eins og á Seltjarnarnesi. Við gerum okkur flest grein fyrir að skatttekjur eru að minnka og útgjöld hafa hækkað. En hvernig á að bregðast við? Það er greinilegt að stefna allra kjörinna fulltrúa á Seltjarnarnesi skuli vera sú að bregðast við því með því að seilast í vasa þeirra sem hafa minnst hafa milli handanna og sem á sama tíma hafa hæstu útgjöldin - íbúa sem eiga fleiri en eitt barn, einstæðra foreldra og námsmanna. Það kalla ég ekki góða pólitík og í engu samræmi við orðagjálfrið sem vitnað er í hér að ofan. Þar að auki var reynt að lauma þessari breytingu með lágmarkskynningu og villandi umfjöllun. Hækkanir á gjöldum eru mun meiri en verðlagshækkanari þó grunntímagjöld hækki „aðeins" 7,5%. Lækkun afslátta og stórhækkun mataráskrifta vega svo miklu þyngra í heildarupphæðum gjalda og gera höggið meira eins og sjá má af mínu dæmi. Þetta eru forkastanleg vinnubrögð sem sýna íbúum Seltjarnarness lítilsvirðingu og eru eingöngu til þess fallnar að hrekja barnafólk og fólk með lægri tekjur úr bænum. Er það kannski markmiðið? Ég skora á bæjaryfirvöld að draga til baka þessa á ósanngjörnu og íþyngjandi hækkun gjalda á barnafjölskyldur á Seltjarnarnesi . Bæjarstjórn hefur sýnt með sínum gjörðum að þau standa svo sannarlega ekki vörð um velferð íbúa með þarfir barna og ungmenna í forgrunni. Sigurþóra Bergsdóttir, námsmaður og þriggja barna foreldri á Seltjarnarnesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurþóra Bergsdóttir Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Þann 22. desember síðastliðinn var ég eins og flestir landsmenn á kafi í jólaundirbúningi og að njóta síðustu daga aðventunnar. Við fjölskyldan vorum full tilhlökkunar. Undanfarið ár hafði verið erfiðara en mörg önnur en með hagsýni og samvinnu litum við björtum augum fram á við. Hvern hefði grunað að á sama tíma, tveimur dögum fyrir jól, sat bæjarstjórn Seltjarnarness á fundi um fjárhagsáætlun bæjarins - og tók ákvörðun, með nokkrum pennastrikum að stórhækka álögur á barnafjölskyldur. Í einum vetfangi var ákveðið að hækka mataráskriftir í skólum um 45%, minnka systkinaafslátt og afslátt fyrir einstæða foreldra og námsmenn þar sem báðir foreldrar eru í námi og að afnema með öllu afslátt þar sem annað foreldri er í námi. Þar að auki var gjaldskrá skólaskjóls, tónlistarskólans og leikskólans hækkuð. Þá var ákveðið að breyta ekki útsvarsprósentu því ekki má hækka skatta á Seltjarnanesi! Þegar útgjöld fjölskyldu minnar eru tekin saman hafa mánaðarleg útgjöld okkar hjónaleysa - við sem höfum ekkert til saka unnið nema að annað okkar er í námi og við eigum þrjú börn á öllum skólastigum - hækkað um 19 þúsund krónur á mánuði, auk þess sem við fáum bakreikning vegna tónlistarnáms dóttur okkar upp á 9.910 krónur. Flestallar barnafjölskyldur þola illa svona hækkun og skerðingu á lífsgæðum sem henni fylgja, því einhvers staðar frá þurfa peningarnir til að greiða þessa skyndilegu og óvænt hækkun að koma. Eins og sjá má í töflunni er þetta 50% hækkun á útgjöldum vegna gæslu og hádegismatar barna okkar. Á vef Seltjarnarnesbæjar segir m.a. í frétt um fjárhagsáætlun bæjarins: „Með fjárhagsáætluninni er forgangsraðað í þágu velferðar, áhersla er á að standa vörð um velferð íbúanna með þarfir barna og ungmenna í forgrunni" ... „Almennt er gert ráð fyrir að gjaldskrár hækki sem nemur verðlagshækkunum frá 1. janúar 2010." Á vef Seðlabankans er verðbólga 7,5% - ekki 50% eins og á Seltjarnarnesi. Við gerum okkur flest grein fyrir að skatttekjur eru að minnka og útgjöld hafa hækkað. En hvernig á að bregðast við? Það er greinilegt að stefna allra kjörinna fulltrúa á Seltjarnarnesi skuli vera sú að bregðast við því með því að seilast í vasa þeirra sem hafa minnst hafa milli handanna og sem á sama tíma hafa hæstu útgjöldin - íbúa sem eiga fleiri en eitt barn, einstæðra foreldra og námsmanna. Það kalla ég ekki góða pólitík og í engu samræmi við orðagjálfrið sem vitnað er í hér að ofan. Þar að auki var reynt að lauma þessari breytingu með lágmarkskynningu og villandi umfjöllun. Hækkanir á gjöldum eru mun meiri en verðlagshækkanari þó grunntímagjöld hækki „aðeins" 7,5%. Lækkun afslátta og stórhækkun mataráskrifta vega svo miklu þyngra í heildarupphæðum gjalda og gera höggið meira eins og sjá má af mínu dæmi. Þetta eru forkastanleg vinnubrögð sem sýna íbúum Seltjarnarness lítilsvirðingu og eru eingöngu til þess fallnar að hrekja barnafólk og fólk með lægri tekjur úr bænum. Er það kannski markmiðið? Ég skora á bæjaryfirvöld að draga til baka þessa á ósanngjörnu og íþyngjandi hækkun gjalda á barnafjölskyldur á Seltjarnarnesi . Bæjarstjórn hefur sýnt með sínum gjörðum að þau standa svo sannarlega ekki vörð um velferð íbúa með þarfir barna og ungmenna í forgrunni. Sigurþóra Bergsdóttir, námsmaður og þriggja barna foreldri á Seltjarnarnesi.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun